Réttur


Réttur - 01.08.1981, Side 1

Réttur - 01.08.1981, Side 1
 lettur 64. árgangur 1981 — 3. hefti 300.000 manna mótmælendafundurinn í Bonn 10. okt. sýnir best hve gífur- lega mótmælaaldan í Vestur-Evrópu vex gegn þeim brjálsemisfyrirætlunum Reagans, aö ætla aö láta íbúa Austur- og Vestur-Evrópu tortíma hvor öðrum í kjarnorkustríói, sem Bandaríkin slippu við. Það er erfitt að meta hvort meira er í þeim fyrirætlunum: heimskan að halda að Evrópumenn sjái ekki i gegnum svikavefinn hver forlög þeim eru búin, — eða níðingsskapurinn hjá Bandaríkjastjórn að ætla að láta strádrepa „bandamenn” sína í Evrópu, en sitja sjálf hjá, láta vopnin í té — og sleppa sjálfir við að þola múgmorðin. Bandaríkjaauðvaldið á að drottna yfir heiminum að allri Evrópu gereyddri, það er — hinn vitlausi — valdadraumur auðkonunganna í Ameríku, sem ætla að fórna „bræðrum” sínum í Evrópu — en græða sjálfir og drottna. En hættan, sem lífi mannkynsins stafar af auövaldsskipulaginu, blindu af græðgi og grimmu af gróóa þorsta, er ekki liðin hjá, þó atómstríði væri af- stýrt. Eins og sýnt er fram á í einni grein þessa heftis, þá er auðvaldið að eyðileggja lífsgrundvöll mannkynsins á jörðinni í taumlausri græðgi þess eftir gróða. Gæði náttúrunnar, sem eru undirstaða lífsins: gróðurmoldin, skógarnir, dýrin öll, ekki síst fiskarnir, — allt á þetta hættu gereyöingar yfir sér, ef auðvaldið fær að fara svo fram I skefjalausri græðgi sinni sem hingað til. Sahara og önnur sandflæmi Afríku, sem nú valda hungurdauða miljóna, mætti gera að Gósenlöndum með áveitum fyrir lltinn hluta þess fjár, sem eytt er I hergögn, en I staöinn er verið að gereyða frumskógi Brasilíu — skera burt „lungu heimsins” vegna vitfirrtrar græðgi nokkurra auðdrottna. Það verður að stöðva þetta vitfirrta kapphlaup auðkónganna áður en þeir eyðileggja tilverugrundvöll mannkynsins. Mannkynið verður að læra hóf gagnvart náttúrunni og framsýni f beitingu 113

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.