Réttur


Réttur - 01.08.1981, Qupperneq 4

Réttur - 01.08.1981, Qupperneq 4
I Alþýðubandalagið mun leggja áherslu á að tryggja að batnandi staða þjóðarbúsins skili sér í auknum kaupmætti til launafólks á samningstímanum. Leggja ber áherslu á fé- lagslegar aðgerðir í framhaldi þess sem gert hefur verið á því sviði og Réttur hefur ítar- lega fjallað um. Jafnframt samningum um kaup og kjör ber að leggja áherslu á minnk- andi verðbólgu áfram. Forsendur aðgerða verði jöfnuður. 2. Atvinnumál. í atvinnumálum mun Alþýðubandalagið beita sér fyrir lokaá- kvörðun um næstu virkjanir, en jafnframt þróun iðnaðgrins og atvinnuveganna á íslenskum forsendum. Þar ber að hafa í huga nauðsyn fjölbreytni, en þó framar öðru öryggi í markaði og aðföngum þess nýiðn- aðar sem kann að rísa hér á næstu árum. Sjónarmið Alþýðubandalagsins í þessu efni eiga stuðning hvarvetna i þjóðfélaginu; nú- orðið eru þeir fáir sem mæla bót stefnu íhaldsins sem forðum samþykkti álverið sömu árin og samið var við breta og vestur- þjóðverja um að þeir réðu í raun útfærslu landhelginnar. 3. Utanríkismál. Alþýðubandalagið mun á þessum vetri leggja vaxandi áherslu á utan- rikismálin í ljósi þeirra nýju viðhorfa sem Ólafur Ragnar og Einar Karl gerðu grein fyrir í síðasta hefti Réttar. Þau mál verða tekin upp á alþingi og þess freistað svo sem kostur er að vekja þjóðina til athygli á hinni alvarlegu þróun vígbúnaðarkapphlaupsins. Nú er enda svo komið að stærri hluti þjóðar- innar áttar sig á hættum helstefnunnar og þeir sem styðja sjónarmið bandaríkjastjórn- ar í þessum efnum eru færri og færri, lítill minnihluti ofstækismanna. 4. Sveitarstjórnarkosningarnar. Alþýðu- bandalagið hefur þegar hafið undirbúning sveitarstjórnarkosninga í ýmsum byggðar- lögum í landinu, meðal annars undirbúning borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Hér i bæ vannst meirihlutinn á 80 atkvæðum um- fram íhaldið þannig að það þarf verulega að herða róðurinn á þeim vikum sem nú fara í hönd. Barátta Alþýðubandalagsins til sigurs í Reykjavik að vori er meginverkefni okkar allra á þeim átta mánuðum sem eftir eru fram að kosningum. Af þessari upptalningu sjá lesendur Réttar að það er átaka- og starfstimi framundan. Sú er trúa mín að Alþýðubandalagið hafi svo hæfu liði á að skipa að ástæða sé til þess að leyfa sér bjartsýni, — en árangur næst þó aðeins með miklu starfi okkar allra. Þar gegna allir flokksmenn jafnmikilvægu hlut- verki hvar sem þeir eru. September 1981 116
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.