Réttur


Réttur - 01.08.1981, Page 15

Réttur - 01.08.1981, Page 15
Gioconda Belli: Þartil við verðum frjáls Ár síreyma um mig fjöll þrýsta sér inn í líkama minn og landslag þessa lands myndast í mér gerir mér vötn, skörð og gil jörð þar sem ástinni er sáð sem opnar mig einsog plógfar og fyllir mig lífslöngun löngun til að sjá það frjálst, fagurt fullt af brosum. Ég vil springa af ást að kjúkur mínar leggi kúgarana að velli syngja með röddum sem sprengja svitaholur mínar og að söngur minn smiti frásér; að við veikjumst öll af ást af réttlætisvonum að við kreppum öll hjartað án þess að óttast að það bresti því hjarta sem erstórt einsog okkar hjarta þolir jafnvel grimmustu pyntingar, ekkert getur sefað ást þess, sem engu eirir ogfrá höggi til höggs vex það og verður sterkara

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.