Réttur


Réttur - 01.08.1981, Page 20

Réttur - 01.08.1981, Page 20
Arnmundur Backman Félagsmálalöggjöf og verkalýðshreyfingin 2. grein í fyrsta hefti þessa tímarits í ár gerði ég stutta grein fyrir „félagsmálapökkum” síðustu þriggja ára. Sú umfjöllun leiddi að sjálfsögðu hugann að þróun félagsmálalöggjafar á íslandi i tengslum við þróun hennar í nálægum löndum og einnig varð hún mér hvatning til þess að leita til Alþingistíðinda og þeirra umræðna sem um félagsmálalöggjöf urðu á alþingi hverju sinni, með sérstöku tilliti til þess fjandskapar sem andstæðingar hreyfingarinnar hafa alla jafnan sýnt umbótum á félagsmálasviði. I. Brautryðjendurnir og fyrsta lög- gjöfin Auðvaldið og iðnbylting þess gerði það hvorttveggja í senn að skapa forsendur fyrir útrýmingu fátæktar í heiminum og skapa um leið verkalýð nútímans og þjappa honum saman. Eins og kunnugt er þá losaði iðnbyltingin mjög um alla fjötra atvinnulifsins, en hún leiddi jafnframt til hásætis frjálslyndisstefn- una svokölluðu og tók hana reyndar í tölu heilagra mannréttinda. Allt fram til þessara tíma hafði verið litið á samtök verkalýðs og félagsbundna kjarabar- áttu sem uppreisn gegn þjóðfélaginu, land- ráð. Lítil breyting verður við iðnbyltinguna. Samkvæmt frjálslyndisstefnunni var félags- bundin kjarabarátta og stéttarfélög bönnuð. Þess í stað viðurkenndi frjálslyndisstefnan aðeins fullt frelsi verkamanna til þess að semja hver í sínu lagi við atvinnurekendur, einir og óstuddir. Sala vinnuafls skyldi háð sömu lögmálum og sala persónulegra eigna. Framboð og eftirspurn skyldi ráða verði og öll samtök til þess að hafa áhrif á verðmynd- um voru aðeins meðul til ólögmætra við- skiptahátta. Enginn greinarmunur var gerð- ur á vinnuafli og öðrum seljanlegum eignum einstaklinga. Eins og kunnugt er af sögunni og án þess að fjalla frekar um það hér leiddi þessi stefna til gífurlegrar rányrkju vinnuafls og fátæktar og umkomuleysis alls verkafólks, hinnar nýju öreigastéttar sem iðnbyltingin grund- vallaðist þó á. Eins og vænta má er það í 132

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.