Réttur


Réttur - 01.08.1981, Síða 22

Réttur - 01.08.1981, Síða 22
Skúli Thoroddsen alþm. flutti á hvcrju Alþingi á fætur öðru allt frá 1893 til 1902 frumvarp um að skylda kaupmcnn og aðra at- vinnurekendur til að greiða kaupgjald í peningum. Voru sum fyrstu verkalýðsfélögin beinlínis mynduð til stuðn- ings þessari kröfu. Arið 1902 varð frumvarp Skúla loks að lögum. (Sjá nánar í riti Ólafs R. Einarssonar: Upp- haf isl. vcrkalýðshrcyfingar.) þeim jarðvegi sem hugmyndafræði hinnar félagsbundnu kjarabaráttu og stéttarfélag- anna nær að skjóta rótum. Sagan geymir fjölmörg dæmi um þær til- raunir sem frumherjar verkalýðshreyfingar- innar gerðu hverja á fætur annarri til að beita afli samtakanna í kröfugerð. Fjölda- margir dómar eru til frá þessum tíma og þeir eru lýsandi dæmi um viðhorf dómstóla og ríkjandi stéttar þeirra tíma. Lögmálið var óhagganlegt: Allir verkamenn skyldu „frjálsir”, eins og aðrir þjóðfélagsþegnar til að semja um sölu á hverju sem laut forræði þeirra, þar með sölu vinnuafls sins, meðan þeir gerðu það einir og út af fyrir sig. Ef þeir byndust samtökum um sölu á vinnuafli sínu væri um ólöglegt þvingunarúrræði að ræða og níðingsskap gegn atvinnurekendum. Undantekningarlítið voru brautryðjendur félagsbundinnar kjarabaráttu dæmdir í margra ára fangelsi fyrir tilraunir sínar, enda voru verkföll og stéttarfélög bönnuð með lögum og þung viðurlög við brotum. Markviss og fórnfús barátta þeirra hafði auðvitað sín áhrif og takmarkalaust arðrán á verkafólki opnaði jafnframt augu ráða- manna fyrir þeirri staðreynd að markaðslög- málið myndi á skömmum tíma leiða þjóðir í glötun og mergsjúga svo kraftinn úr alþýðu fólks að hún ætti sér ekki viðreisnar von. Það er til dæmis mjög athyglisvert að í Þýskalandi er talið að yfirstjórn hersins í Ruhrhéruðunum hafi beitt sér fyrir því að sett yrði vinnuverndarlög snemma á 19. öld og ástæðan hafi verið sú að ekki fengust orðið hæfir nýliðar i herinn með nauðsyn- lega líkamsburði til slíkra starfa. Eins og gefur að skilja hrannaði iðnbylt- ingin upp gífurlegum félagslegum vandamál- um með verkafólki, vandamálum sem áður voru óþekkt. Við þær aðstæður verður til fyrsti vísir að félagsmálalöggjöf nútímans. Skrefin voru að vísu fá og smá fyrstu áratug- ina. Allur þorri atvinnurekenda barðist með klóm og kjafti gegn afskiptum stjórnvalda af vinnumarkaðsmálum og rekstri atvinnufyrir- tækja. Þeir beinlínis óhlýðnuðust lagaboð- um og börðust með öllum mætti sinum og þunga gegn þeirri þróun sem augljóslega var í uppsiglingu og studdust við heilagar kenni- setningar frjálslyndisstefnunnar og markaðs- hyggjunnar. Það er talið að fyrsta félagsmálalöggjöf í Evrópu hafi verið sett á Bretlandi árið 1802. 134

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.