Réttur


Réttur - 01.08.1981, Page 23

Réttur - 01.08.1981, Page 23
Þá voru sett lög sem takmörkuðu barna- vinnu. Hér var um að ræða takmörkun á vinnu- tíma barna í verksmiðjum. Samkvæmt lög- unum máttu börn ekki vinna lengur en 12 tíma daglega og næturvinna bönnuð. Árið 1819 voru síðan sett lög um vinnu barna í bómullarverksmiðjum en með þeim var vinnutiminn ákveðinn 72 tímar á viku og vinna barna undir 9 ára aldri bönnuð. Lögin bönnuðu einnig foreldrum ungra barna að ráðstafa þeim til slíkra starfa. Á þeim tíma þótti það varla tiltökumál að senda börn í verkamannavinnu og það var talið vera á valdi foreldra einna að selja vinnu barna sinna nánast ótakmarkað. Og eins og við mátti búast var andstaða atvinnu- rekanda og foreldra mjög mikil gegn lögum þessum. Hér þótti höggvið mjög nærri lög- máli frjálshyggjunnar. Raunin varð því sú að allt til ársins 1833 var þessi fyrsta vinnu- verndarlöggjöf sögunnar gagnlaus. En árið 1833 voru hins vegar sett lög um eftirlit með verksmiðjum og sérstakir eftirlitsmenn skip- aðir til þess að framfylgja banninu við barnavinnu. Þegar frumvarpið var til um- ræðu í breska þinginu þá kepptust atvinnu- rekendur, ráðherrar og hagfræðingar um að lýsa þeirri skoðun sinni að 12 klukkutunda vinna væri bráðnauðsynleg fyrir börn yngri en 12 ára. Það er hins vegar ekki fyrr en árið 1848 að breska þingið samþykkir almenn lög um 10 tíma dagvinnu barna og kvenna, sem síðar náði einnig til karla. Þessi löggjöf kom í kjölfar rýmkunar kosningaréttar og augljóst að þingmenn létu undan kröfu verkalýðshreyfingarinnar í þessu efni til að geta biðlað til verkafólks í bæjum. ■> Þegar lögin 1802 voru sett var félagsmála- löggjöf að öðru leyti óþekkt fyrirbæri eins 1) ÓRE, Rétlur, 1. h. 1972. Þorsleinn Erlingsson flutti sunnudaginn milli jóla og nýárs 1912 ræóu í Vcrkamannafélaginu Dagsbrún um „Vcrkamannasam- tökin” og sagði þar mjög frá almannatryggingum, er verkalýðshrcyfingin hcfði knúið fram í Danmörku og cggjaði verkamcnn lögeggjan að hefjast handa um slíka baráttu hér. Fyrirlcsturinn er prentaður í „Rétti”, 1. árg. bls. 172—183. og áður segir. En frá því að þau lög voru sett og eftir að stéttarfélög og félagsbundin kjarabarátta náði að leysa einstaklinginn af hólmi í glímunni við atvinnurekendavaldið á helstu sviðum vinnumarkaðsmála, jafnframt því sem sósíalískar hugmyndir ná fótfestu, verður um nær látlausa sigurgöngu að ræða hvað kjör, aðbúnað og mannréttindi verka- fólks snertir í öllum nálægum löndum. II. Félagsmálagjöf á íslandi Félagsmálagjöf á íslandi á í öllum aðal- 135

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.