Réttur


Réttur - 01.08.1981, Síða 25

Réttur - 01.08.1981, Síða 25
samlagslögunum þar til lögin um alþýðu- tryggingar tóku gildi sem gjörbreyttu öllum reglum í þessu efni. Árið 1893 voru sett lög um iðnnám. Árið 1902 eru sett lög hér á landi um greiðslu verkkaups, en með þeim lögum var stefnt að því að afnema kaupgreiðslur í vörum og úttekt. Núgildandi lög um greiðslu verkkaups eru frá 1930, nr. 28, en þar segir að verkkaup skuli greitt með gjaldgengum peningum öllu starfsfólki í helstu atvinnu- greinum landsins og megi eigi greiða kaupið með skuldajöfnuði. Á grundvelli þessara laga hefur verið talið að óheimilt sé gegn vilja verkafólks að greiða laun í ávisunum eða með innleggi á bankabækur. Árið 1903 voru sett hér lög um eftirlit með þilskipum, sem notuð eru til fiskveiða eða vöruflutninga. í þeim lögum er bannað að lögskrá á skip, ef skoðunarmönnum finnst eitthvað ábótavant og lífi og heilsu sjó- manna sé hætta búin. Ef skoðunarmönnum virðist vistarvera skipverja vera illa búin og of lítil eða loftlítil fyrir þá tölu skipverja, sem ætlað er rúm í skipinu, þá megi eigi lög- skrá fleiri menn á skipið en skoðunarmenn meta. Slysatryggingar fyrir íslenska launþega er sú grein tryggingarstarfsemi á íslandi sem fyrst náði verulegum þroska og útbreiðslu hér á landi. Fyrstu slysatryggingarlögin, eða eins og þau voru kölluð, lög um lífsábyrgð fyrir sjó- menn, eru frá 10. nóvember 1903. Einu bæturnar samkvæmt þeim lögum voru dán- arbætur. Tryggingin skyldi greiða 100 krón- ur á ári í fjögur ár til eftirlátinna vanda- manna, ekkju, barna, foreldra eða systkina. Þessi fyrstu lög voru auðvitað mjög ófull- komin trygging og voru endurbætt með lögum frá 30. júli 1909, um vátryggingarsjóð Haraldur Guðmundsson alþm. og rártherra, er alþýtlulryggingalögin 1936 eru sett. sjómanna. Þeim lögum er enn breytt árið 1917 með lögum um slysatryggingu sjómanna og aftur í júní 1921. Öll framtalin lög um slysatrygg- ingu voru þess eðlis að sjómenn greiddu sjálfir iðgjöld að verulegu leyti. Það er hins vegar með lögum 27. júní 1925 um slysatryggingu ríkisins, að verulega stór áfangi næst í slysatryggingarmálum. Með þeim lögum er tryggingarsvið fært út þannig að slysatryggingin er framvegis ekki sjó- mannatrygging eingöngu heldur almenn slysatrygging sem nær til flestra verkamanna á sjó og landi. Með lagabreytingunni er ið- 137

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.