Réttur


Réttur - 01.08.1981, Síða 26

Réttur - 01.08.1981, Síða 26
gjaldagreiðslum breytt mikið. f fyrsta lagi var atvinnurekendum þá gert að skyldu að greiða öll iðgjöld og mátti ekki færa þau verkamönnum til útgjalda. Þannig er þvi i fyrsta sinn slegið föstu í islenskri löggjöf að atvinnuvegirnir eigi sjálfir að bera þá slysa- hættu, sem af þeim stafar. Lögin taka síðan aftur breytingum 7. maí 1928, en falla síðan inn í almannatrygginga- kerfið eins og kunnugt er og eru einn þáttur almannatrygginga í dag sem taka til slysa við vinnu, iðnnám, björgunarstörf og stjórnun aflvéla og ökutækja og hverskonar íþrótta- æfinga, íþróttasýninga og íþróttakeppni, sbr. 27. gr. núgildandi laga um almanna- tryggingar. Það er árið 1928 sem fyrst eru sett lög um eftirlit með verksmiðjum og vélum. Það munu vera fyrstu lögin sem lúta að öryggis- atriðum á vinnustöðum hér á landi. Lögin kveða á um eftirlitsskyldu innan verksmiðja, verkstæða og vinnustaða þar sem þrír menn hið fæsta vinna að jafnaði. Alþýðutryggingalögin 1936 og þróunin eftir það Eins og nærri má geta voru alþýðutrygg- ingar hér á landi næsta ófullkomnar og komu að óverulegu gagni fram til þess tíma að lögin um alþýðutryggingar voru sett. Sjúkratryggingar náðu aðeins til örfárra ein- staklinga, ellistyrkir voru mjög skornir við nögl og slysatryggingin ein hafði einhverja þýðingu fyrir verkafólk í heild. Með lögunum um alþýðutryggingar frá 1. febrúar 1936 var stigið fyrsta stóra skrefið á þeirri byltingarbraut almannatrygginga, sem verkalýðshreyfingin síðan ruddi á næstu ára- tugum með harðfylgi sínu og knúði fram í krafti sigra sinnar nýjar, stórfelldar umbæt- ur. Með lögunum frá 1936 voru slysatrygging- ar endurbættar verulega, sjúkrasamlög lög- boðin fyrir nær helming landsmanna og ýtt undir stofnun þeirra þar sem þau voru ekki lögboðin og lagður grundvöllur að almennri elli- og örorkutryggingu. Loks voru i lög- unum ákvæði um atvinnuleysistryggingar, sem heimiluðu stofnun nokkurs konar at- vinnuleysistryggingasjóðs á frjálsum grund- velli. Hér að framan hafa verið upptalin nokkur af fyrstu sporum félagsmálalöggjafar á ís- landi. En allt frá þessum árum til dagsins i dag hefur alþýða háð stöðuga og fórnfreka baráttu fyrir félagslegu öryggi sínu, ekki síst víðtækri og fullkominni félagsmálalöggjöf á öllum sviðum. Hefur sú sókn haldist mjög í hendur við eflingu verkalýðshreyfingarinnar á íslandi og sósíaliskra áhrifa. Árangur þessarar baráttu er m.a. mjög fullkomin löggjöf um almannatryggingar sem er stöðugt í endurskoðun. Við búum við tiltölulega viðunanlega góð atvinnuleysistryggingalög, en í grein minni í fyrsta hefti var greint frá nýrri atvinnuleys- istryggingalöggjöf sem núverandi félags- málaráðherra beitti sér fyrir á síðasta al- þingi. Við íslendingar búum við framfærslu- lög og barnaverndarlög tengd ítarlegri og fjölbreyttri löggjöf um félagslega þjónustu sveitarfélaga við einstaklinga. Við búum við ítarlega löggjöf um skipan heilbrigðismála og heilsugæslu. Hér á landi er gildandi vinnulöggjöf frá árinu 1938. Lög um kjara- samninga BSRB frá árinu 1976, lög um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu rík- isins frá árinu 1977. Við búum við lög um starfskjör launþega frá árinu 1974, en í þeim lögum eru laun og önnur starfskjör sem að- 138

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.