Réttur


Réttur - 01.08.1981, Qupperneq 29

Réttur - 01.08.1981, Qupperneq 29
alþingi árið 1951. Þá lagðist meirihluti fé- lags- og heilbrigðismálanefndar gegn frum- varpinu. Talsmaður meirihlutans var Páll Þorsteinsson, alþm. í ræðu hans kemur m.a. fram að leitað var umsagnar Alþýðusam- bandsins, Tryggingaráðs og Vinnuveitenda- sambands íslands. Umsögn Alþýðusam- bandsins var auðvitað jákvæð en umsögn Vinnuveitendasambandsins neikvæð. Trygg- ingaráð var ekki á eitt sátt um afstöðu til frumvarpsins. Virðist svo sem afstaða Vinnuveitendasambandsins hafi ráðið mestu um örlög frumvarpsins það ár. Sigurð ur Guðnason flutti mál þetta að nýju á alþingi árið 1952. Meirihluti nefndar lagðist gegn frumvarpinu og enn á ný virðist afstaða Vinnuveitendasambandsins ganga af málinu dauðu. í greinargerð Vinnuveitendasam- bandsins er í fyrsta lagi skírskotað til þess að ,,með tilliti til erfiðleika þeirra, sem íslenskt atvinnulíf eigi nú við að etja, sé allskostar óverjandi að leggja þennan gífurlega skatt á atvinnurekendur, þar sem frumvarpið geri ráð fyrir því að þeir greiði í sjóð verkalýðsfé- laganna”. Þannig var fjandskapur atvinnurekenda við þessi stórmerku lög uns þeir voru loks beygðir til að samþykkja þau með hinu langa og fórnfreka verkfalli 1955. 2. Hvað sögðu þeir um vökulögin 1921 Þegar Jón Baldvinsson flutti fyrst á al- þingi frumvarpið um hvíldartíma háseta á togurum voru undirtektir íhaldsmanna á al- þingi þess eðlis að vert er að rifja þær upp. Eins og kunnugt er var það fyrst með vöku- lögum þessum að starfstími háseta á íslensk- um togurum var takmarkaður og komið í veg fyrir hvíldarlausa vinnu sólahringunum saman. Jón Þorláksson: „Ég mun ekki sjá ástæðu til að greiða þessu frumvarpi atkvæði til annarrar umræðu.” (Það þykir sérstök háðung fyrir mál ef það nær ekki að ganga til annarrar umræðu og nefndar.) Pétur Ottesen: „Það er alls engin þörf á að setja lög um þetta efni. Þetta mun óhjákvæmilega draga úr afla- brögðum.” „Það er eitthvað hárugt við það hvernig mál þetta er upphaflega komið fram. Þetta er alls ekki runnið undan rifjum íslenskra sjómanna. Þetta er ekki sprottið úr íslenskum jarðvegi. Þetta er erlend farsótt.” „Þetta er lagt fram fyrir áeggjan þeirra manna sem vilja spila sig foringja sjómanna. Þeir nota þetta til að sýnast. Ég er hræddur um að þessi ákvæði verði opin leið að illindum og deilum á skipunum.” Hákon Kristófersson: „Þetta er vandræðamál. Það er ófært að ákveða hvíldartíma háseta á höfum.” Frumvarp þetta varð þó að lögum eins og kunnugt er árið 1921 og tryggði það að íslenskir sjómenn hefðu sex tíma vinnuhlé á hverjum sólarhring. Segja má að það hafi breytt stórkostlega lífi sjómanna til batnaðar úr því glórulausa þrælahaldi sem ríkti á tog- urum fram til þess að lögin voru sett. Árið 1927 flytur Héðinn Valdimarsson frumvarp til laga um breytingar á vökulög- unum frá 1921, en þar er lagt til að sólar- hringnum verði skipt í 3 vökur og myndi þá alltaf hluti skipverja eiga hvíld. í ræðu sinni á alþingi leggst Jón Ólafsson, alþm. ein- dregið gegn frumvarpinu. Hann segir m.a. þetta í ræðu sinni: „Ég hef alltaf talið þessi hvíldartímalög óþörf. Þau hafa ekkert gert neitt gott að verkum sem ekki er búið að gera áður...” „Þá sagði háttv. flutningsmaður að svefnleysi væri seigdrepandi. Það getur satt verið, ég þekki það ekki. En hitt er mér kunnugt um, að þeir menn sem sofa mikið og reglulega, eru á engan hátt hraustari en hinir sem hafa misjafnan svefn. Ég býst nú við, að næsta krafa jafnaðarmanna verði sú, að enginn megi róa fyrr en annar, með allri sjávarsíðunni...” „Að endingu vil ég taka það fram að mér finnst frumvarpi þessu gerð best skil á þann hátt að senda það aftur heim til föðurhúsanna.” Ólafur Thors: „Það væri því aðeins forsvaranlegt að samþykkja þetta frumvarp, að verulegar líkur væru 141
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.