Réttur


Réttur - 01.08.1981, Qupperneq 30

Réttur - 01.08.1981, Qupperneq 30
fyrir því að hásetarnir afköstuðu meira á sama tíma en þeir gera nú við þessa aukningu hvíldartímans. Það hafa ekki verið færðar sönnur á það að aukning hvíldartíma sé nauðsynleg”... „Háttv. framsögumaður spurði hvort við minnihlutamenn ætluðumst til þess að hann kæmi hingað í háttv. deild með hóp útslitinna sjómanna og sýndi þá hér. Ég þekki sjómenn eins vel og háttv. þing- maður og ég hef ekki séð þessa veikluðu, útslitnu menn, sem hann talar um”......Það er rétt hjá háttv. framsögu- manni að reynslan hefur kveðið upp dóm um sex stunda hvíldina, að hún hefur reynst vel, en það er engin sönn- un fyrir nauðsyn átta stunda hvíldar.” „Það er mesti misskilningur hjá háttv. framsögumanni ef hann heldur að sjómenn þurfi tvo tíma til að þvo sér og éta. Heldur hann kannski að sjómenn raki sig og þvoi sér vandlega og fari í sparifötin áður en þeir matast? Nei, þeir þvo sér í einum hvelli og éta í skyndi og henda sér svo út af og sofna.” Jón Ólafsson: „Ég skil ekki þennan eltingaleik, sem fram fer hér á alþingi ár eftir ár, eftir þeirri löggjöf sem fyrirskipar að í stað ósérhlifni og dugnaðar komi ómennska og sérhlifni að tilhlutan þeirra manna sem ekkert þekkja til og ekki vita hvað þeir eru að segja.” „Ég er þvi algjörlega á móti lögum um þetta efni. Lögin frá 1921 voru sett af þessum sömu ástæðum. Þessir menn sem þarna eru á vakki sýnkt og heilagt utan í sjómannastéttinni, þurfa á slíkum lögum að halda til að halda stöðu sinni sem forstöðumenn stéttarinnar. Háttv. framsögumanni, Héðni Valdimarssyni, hefur tekist að útvega sér undirskriftarskjal frá sjómönnum, fengið fyrir dugnað iðjuleysingjanna.” 3. Hvað sögðu þeir um frumvarp til laga um rétt verkafólks til upp- sagnarfrests og rétt þess til launa í veikinda- og slysaforföllum nr. 16/1958 og nr. 19/1979 Árið 1957 lagði þáverandi félagsmálaráð- herra, Hannibal Valdimarsson, fram frumvarp á alþingi til laga um rétt verkafólks til uppsagnarfrests og launa í sjúkdóms- og slysaforföllum. Frumvarp þetta flutti félags- málaráðherra að undangengnum viðræðum milli ríkisstjórnarinnar, vinstri stjórnarinnar þáverandi, og efnahagsmálanefndar Alþýðu- sambandsins og var það samið i samráði við fulltrúa nefndarinnar. Miðstjórn Alþýðusambandsins mælti eindregið með frumvarpinu á sínum tima. Þetta frumvarp varð að lögum nr. 16/1958, eins og kunnugt er, og markaði veruleg tímamót í réttindamálum verkafólks. Lögin Iögfestu í fyrsta sinn ákveðinn upp- sagnarfrest hjá verkafólki, þau tryggðu verkafólki sömuleiðis laun fyrir fyrstu 14 dagana eftir að það forfallast frá vinnu sökum sjúkdóms eða slysa. Þegar frumvarp þetta var lagt fram á alþingi var staða verkafólks sú, að það hafði engan uppsagnarfrest úr starfi. Atvinnurek- endur gátu þess vegna sagt almennu verka- fólki fyrirvaralaust upp störfum, jafnvel þótt það hefði verið í þjónustu sama at- vinnurekanda eða sama atvinnufyrirtækis árum eða áratugum saman. Viðkvæði at- vinnurekenda á þessum tímum var venjulega þetta: Nú er vinnan búin, við höfum ekki þörf fyrir vinnu þína á morgun. Þetta var auðvitað mikið öryggisleysi, enda hafði verkalýðshreyfingin fram til þessa tíma reynt að fá viðurkenningu atvinnurekenda fyrir nokkrum uppsagnarfresti til handa þeim verkamönnum sem lengst höfðu unnið hjá sama atvinnurekanda. En af einhverjum ástæðum höfðu atvinnurekendur aldrei viljað fallast á þetta og ákvæði um uppsagn- arfrest til verkafólks náðist aldrei fram með frjálsum samningum. Þegar frumvarp þetta var til meðferðar á alþingi sneri viðkomandi þingnefnd sér til aðila vinnumarkaðarins, þ.á.m. Vinnuveit- endasambands íslands um álit á framkomnu frumvarpi. 142
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.