Réttur


Réttur - 01.08.1981, Page 48

Réttur - 01.08.1981, Page 48
Islendingar! Stöndum á réttinum! Viðurkennum ekki ofbeldisverkin! í október s.l. voru liðin þrjátíu ár frá því ríkisstjórn lagði fyrir Alþingi frumvarp um löggildingu þess hernáms, er Bandaríkjaher framdi gagnvart íslandi 7. maí 1951. Það er ekkert nýtt í sögu íslands að ofbeldi sé beitt, til þess að láta Alþingi samþykkja erlendra valdhafa vilja með skírskotun til hers í landi, svo sem 1661 ,,einvaldshylling- una” í Kópavogi. En alltaf var það afstaða íslenskra þjóðfrelsissinna forðum að neita að viðurkenna ofbeldisverk kúgunaraldanna, en halda sér í baráttunni fornu fast við Gamla sáttmála sem grundvöll að ráði Jóns Sigurðssonar. Vér skulum muna það og aldrei gleyma að þær aðgerðir, sem skert hafa frelsi vort og yfirráð yfir eigin landi síðustu 40 ár, eru allt ofbeldisverk, sum meira eða minna dulin: 1. Hernám Breta 10. maí 1940 var ódulið ofbeldisverk, er þjóðin opinberlega for- dæmdi. 2. Hernám Bandaríkjanna 7. júlí 1941 var dulið ofbeldisverk, knúið fram innanlands með úrslitakostum Breta til ólöglegrar ríkis- stjórnar, er gerði tilneydd „samning” um „hervernd” Bandaríkjanna. Síðan hernam amerískur her ísland, eins og hermálaráð- herra þeirra viðurkenndi, steig á land 7. júli. 160

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.