Réttur


Réttur - 01.08.1981, Page 59

Réttur - 01.08.1981, Page 59
Báumlin sagði að án aðstoðar Bandaríkja- stjórnar væri herforingjastjórnin löngu fall- in. Nú hefur prestur, sem starfár í vissum deiidum E1 Salvadors, höfuðborgarinnar, Plácido Erdozain, ritað ævisögu hins myrta erkibiskups og hefur sú bók m.a. komið út á þýsku og heitir: San Romero de America. Das Volk hat dich heiliggesprochen. (Santi Romero Ameriku. Fólkið hefur gert þig helgan mann.) Það er Jugenddienst-Verlag í Wuppertal í Vestur-Þýskalandi, sem gefur bókina út. Hún er 128 siður og kostar tæp 10 mörk. — Væri ekki ráð fyrir íslenska presta að kynna sér líf manna sem Romeros? Það mætti jafnvel leggja útaf lífi og dauða slíkra manna í predikunum líkt og Jesúsar frá Nasa- ret, sem vafalaust hlyti álíka meðferð, ef hann væri á ferðinni með boðskap sinn í verndarríkjum Bandaríkjastjórnar. Útrýming indíánanna Brasilíustjórn hefur, í þágu erlends (mest- megnis bandarísks) og innlends auðvalds, unnið kerfisbundið að útrýmingu indíána — eins og „Réttur” hefur oft sagt frá, líka í þessu hefti. Nú viðurkenna stofnanir hennar, sem áttu að vernda þá, að þeim hafi verið fækkað úr einni miljón árið 1900 niður í 200.000 árið 1957. Og hryðjuverkin halda áfram. ,,Hern- aðarhjálp” Bandaríkjanna til Brasilíu var á tímabilinu 1946 til 1975 um 603 miljónir dollara. Það er hér sem annarsstaðar að þar sem Bandaríkjaauðvaldið lætur ekki sina eigin böðla myrða eins og í Víetnam, þá kostar það böðla annarra ríkja til þess að vinna grimmdarverkin. Það má bæta því við að „London Sunday Times” telur indíána í Brasilíu hafa verið 3 miljónir, er hvítir menn komu þangað, en 1978 sé búið að drepa það mikið, að um 100.000 eru nú eftir. Þannig er framferði Bandaríkjastjórnar á öllum sviðum. Þessi klíka „stóriðjuhölda og herforingja” býr sig undir að hjálpa til að út- rýma öllum þeim, sem hún eða leppar henn- ar hafa andúð á. Þannig hefur fasistastjórn Stroessers í Paraguay unnið kerfisbundið að útrýmingu indiána þar. Sem kunnugt er safnar sá harð- stjóri að sér fasistum bæði frá Þýskalandi og Suður-Afríku og verndar múgmorðingja frá Hitlerstímanum vel. Til allra sinna illverka er han studdur af Bandaríkjastjórn, sem rétti honum „efnahagslega og hernaðarlega” að- stoð 146 miljónir dollara á árunum 1962 til 1975. Þannig mætti lengi rekja blóðferil Banda- ríkjastjórnar og leppa hennar, — og svo dirf- ast „þeir háu í Washington” að tala um mannréttindi og lýðræði og þykjast standa með hvorttveggja. Og til eru andlegir aum- ingjar á íslandi sem trúa þeim. Rauðir sigrar á Ítalíu Kommúnistaflokkur Ítalíu hefur alllengi haft stjórn í ýmsum borgum Ítalíu og er stjórn þeirra þar yfirleitt talin til fyrirmynd- ar. Síðustu fimm árin hefur flokkurinn stjórnað Rómaborg og jók hann atkvæða- tölu sína upp í 35,9%. Sömuleiðis vann flokkurinn mikið á í Genúa, sem hann og stjórnar við bæjarstjórnarkosningar í júní sl. í 98 borgum með yfir 5000 íbúum fékk Kommúnistaflokkurinn yfirleitt 32,8%, en hafði við þingkosningarnar 1979 30,8%. — Sósíalistaflokkurinn náði 13,7%, bætti við sig 4,2%. En „Kristilegir demokratar” (íhaldið) misstu 3,9% þess fylgis er þeir höfðu 1979, fengu 30,8%. 171

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.