Réttur


Réttur - 01.08.1981, Qupperneq 60

Réttur - 01.08.1981, Qupperneq 60
Aðvörun til alþýðu Örtölvubyltingin færist óðum yfír og gerbreytir atvinnulífinu Ef fávísir atvinnurekendur eru látnir stjórna, verður afleiðingin: fjöldaupp- sagnir verkafólks, gífurlegt atvinnuleysi og hörmungar. Verkalýðssamtökin, alþýða öll, ásamt kunnáttumönnum þessarar byltingartækni verða fyrst og fremst hér heima að taka höndum saman í tíma til þess að valda þessari tækni, ráða þróun hennar og stjórna því að þessi algerasta tæknibylting veraldarsög- unnar verði hagnýtt í þágu alls almennings, til þess að útrýma öllum þrældómi, skapa öllu vinnandi fólki nægan frítíma og frelsi, til þess að gera þessa jörð smámsaman að þeim unaðsreit, sem hún gæti orðið, — í stað þess vítis, ,,járnhælsins” eða helju atóm- sprengjunnar, sem valdagráðugir auðkýfingar heims nú undirbúa að umhverfa henni í. Það fara öðruhvoru skjálftar um auð- valdsheiminn, svo hriktir í stoðum hans: verðbréfahrun á kauphöllum, gengisfall í einstökum löndum, óvissa um sölu jafnvel matarbirgða, þegar hundruð miljóna manna svelta. Orsakirnar eru margar, m.a. vaxandi ótrú fjölda manna á að stjórnir auðvalds- landanna séu færar um að leysa þau vanda- mál, er hrannast upp. Atvinnuleysið vex í sífellu og engan enda sér á því innan auðvaldsskipulagsins: auð- valdið þorir ekki að leggja út í þá blóðugu „lausn” þess, sem styrjöld væri. Það væri að fara úr öskunni í eldinn, sem ef til vill tor- tímdi öllu saman. Ein er þó sú orsök er mestum kvíða veldur og elur á ótrúnni, en það er að kreppa sú, sem nú gengur yfir auðvaldsheiminn virðist ekki muni enda sem fyrri áratugs-sveiflur, heldur ríður nú yfir atvinnulífið holskefla ör- tölvubyltingarinnar og umhverfir öllu, sem áður reyndist öruggt og traust til að byggja fyrirtæki á. Hve gífurleg verður tæknibyltingin? Menn velta því þegar fyrir sér án þess að geta örugglega svarað: Hve gífurlegar verða afleiðingar örtölvubyltingarinnar? í Japan eru vélmenni þegar farin að búa til verksmiðjur, sem framleiða háþróuð verk- færi, en enginn maður vinnur í þeim, aðeins tölvur og vélmenni (róbotar). í Vestur-Þýskalandi er reiknað með að 172
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.