Réttur


Réttur - 01.08.1981, Síða 61

Réttur - 01.08.1981, Síða 61
40% skrifstofustúlkna verði sagt upp á næstu tveim árum. — Hvert sem litið er í hinum iðnvædda auðvaldsheimi, blasir vandamál við, sem menn þar sjá enga viðun- andi lausn á. Fyrst var örtölvubyltingunni líkt við bylt- ingar þær, er tilkoma gufuaflsins olli eða rafmagnið. — En nú bera menn þessa ger- breytingu meir og meir saman við þá algeru breytingu, sem varð á lífi mannsins, er hann Á maðurinn að verða þræll auðvaldsins, af því það ráði örtölvutækninni og geti í krafti ægilegs atvinnuleysis svínbeygt þá verkamenn, er verstu verkin vinna, til þeirrar kúgunar, sem Jack London lýsir í „Járnhæln- um”? (Myndir úr bók hans.) hætti að vera eingöngu veiðimaður og hóf ræktunina, akuryrkjuna o.s.frv.: varð hinn skapandi framleiðandi. Hvernig sem menn vilja meta slíkt, — og er hið síðasttalda máske sennilegast — þá er hitt víst að örtölvan boðar slíka gerbyltingu í atvinnulífi mannanna — og þannig öllum þjóðfélagskjörum að öllu veldur hver á heldur, hverjir ráða þeirri gerbreytingu sem verður á lífi mannanna. Ef það verða valdaklíkur örfárra auð- hringa — eins og í Japan — þá verður þjóð- félagið þannig að þessir auðhringar eiga þorra allra verksmiðja, sem meir og meir verða að heita má sjálfreknar, — en þorri verkalýðs, jafnt menntaðir sérfræðingar sem almennir verkamenn og verkakonur verða atvinnulaus lýður, — öreigalýður, sem í Rómaríki forð- um daga. Það verður reynt að halda honum rólegum með „brauði og leikjum” sem þá var, því yfirstéttin hefur lært það mikið að hún mun vart hætta á það hungurástand, sem gufuvélsbyltingin skóp í lok 18. aldar og byrjun 19. aldar. Og þegar „sætabrauðið” ekki dugar, grípur yfirstéttin til „svipunn- ar”. Hvað um ísland? Hér á íslandi dreymir það afturhald, sem boðar leiftursóknina „fram” til atvinnuleys- is og kaupkúgunar, um að skapa slíkt ástand. Ef þetta afturhald fær ríkisvaldið í sínar hendur og síðan örtölvuna hagnýtta í slíku skyni, þá er glatað mestallt, sem íslensk- ur verkalýður hefur aflað sér af frelsi, mann- réttindum og lífsgæðum í nær heillar aldar baráttu. ,,Þekkingin mun gera yður frjálsa”, sagði Þorsteinn Erlingsson við íslenskan verkalýð 173

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.