Réttur


Réttur - 01.08.1981, Side 63

Réttur - 01.08.1981, Side 63
fyrir tæpum 70 árum, í ræðu sinni í Dags- brún 1912. Með þeirri þekkingu, sem íslenskur verka- lýður hefur, með þeim mætti, sem í samtök- um hans býr, ef þau öll standa saman hvaða nafni eða starfsheitum sem þau. nefnast, þá getur hann bjargað sér frá þeim voða, sem undratæknin í helgreipum afturhaldsins er. Ef allar starfandi stéttir íslands, á sjó og landi, í bæ og byggð, jafnt daglaunamenn sem hámenntaðir sérfræðingar tækninnar, taka saman höndum: afla sér saman þekk- ingar á því afli, sem í örtölvutækninni býr, og eru ákveðnir í því að það afl skuli notað þeim öllum til farsældar, þá eru þær í krafti fjöldans, — þær eru yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar — valdið, sem getur ráðið þró- un örtölvubyltingarinnar. Þegar þær ráða ríkisvaldinu og öllum þess tækjum og eign- um, þá ráða þær um leið allri notkun örtölv- unnar og þróun örtölvubyltingarinnar. Það er því hin pólitíska barátta, sem skipt- ir sköpum um hver þróunin verður á landi hér. Svo mikilvæg sem kaupbaráttan er, þá er það baráttan fyrir samstillingu allra vinn- andi og hugsandi manna um að afla sér þekkingar á þessari tæknibyltingu, sem hafin er, og pólitíska valdið til að beita henni, sem ræður örlögum íslendinga. Ef allir þessir kraftar, sem ísland á, taka höndum saman, — ef allt það afl félags- hyggju og framfaraáhuga, sem til er hjá þjóð vorri sameinast, þá er í senn hægt að hindra alla „leiftursókn” aftur á bak til fátæktar og atvinnuleysis, — og skapa forsendurnar fyrir því nýja íslandi, sem aldamótamennirnir sáu í framtíðardraumum sínum. Þá má á næstu áratugum með þekkingu1 og forsjá, með viti og réttlæti, skapa hér á Is- landi þjóðfélag, sem gæti orðið öðrum til fyrirmyndar um frelsi og jöfnuð, um öryggi lífsafkomu og afnám vinnuþrældóms, um útlegð vágestanna: atvinnuleysis og fátæktar, sem hrjáir nú flestar þjóðir á einn eða annan hátt. Það er undir öllum vinnandi og hugsandi íslendingum komið hvort þetta verður að veruleika á næstu áratugum. Oss skortir ekki færa menn til að læra að valda hinni nýju ör- tölvutækni og ef þjóðin sjálf hefur forustuna um að mennta þá til slíks, þá getur hún um leið tryggt sambandið við þá, svo þekkingin verði hagnýtt til gæfu við verksmiðjur, sem á einn eða annan hátt starfa í þágu þjóðar- heildarinnar. Fólkið þarf aðeins sjálft að skilja til hlítar, hvað hér er um að ræða, — og þá mun það ekki vanta viljann og valdið, til að verða frjálst af þrældómnum og gera vélarnar að þjónum sínum. Þess skal getið að í Þýska alþýðulýðveldinu verða fram til 1985 framleiddar 40.000 örtölvur, allt upp i vélmenni, og framleiðslan þannig aukin, en vinnan gerð auðveldari um leið. En það liggur á. Hver vinnandi og hugs- andi íslendingur verður að gera skyldu sína, ef hagnýta skal þetta einstaka tækifæri til yfirráða fólksins yfir undratækni örtölvunn- ar. Að hika og dragast aftur úr, er að tapa. — En við verðum að vinna þetta kapphlaup, íslendingar. 1 Lesa má meir um örtölvurnar í síðasta hefti Réttar, grein Ásmundar Hilmarssonar, og i 3. hefti Réttar 1980, bæði grein Páls Theodórssonar og bókarkafla André Gorz. 175

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.