Réttur


Réttur - 01.01.1982, Qupperneq 2

Réttur - 01.01.1982, Qupperneq 2
Samtímis vofir önnur ógæfa yfir: Ef afturhaldið vinnur i komandi kosningum, en Alþýðubandalaginu tekst ekki að sigra, þá tekur sú „leiftursókn” íhaldsins við, sem afturhaldið reynir nú að láta gleymast i lýðskrumi sinu: Dollarinn mun drottna og hækka, — krónan falla, — vísitala verður afnumin — og aðalatriðið: At- vinnuleysisbölið mun hveifast yfir ísland — eins og auðvaldslönd Evrópu og Norður-Ameríku, þar sem það nú er 10%, upp undir 10. hver verkfær maður atvinnulaus. Harðsvíruðustu atvinnurekendurnir, sem ekki eru færir um að stjórna atvinnurekstri, álita atvinnuieysi skilyrði til að geta kúgað verkalýðinn — og svipt hann smásaman eignum þeim og lýðréttindum, sem hann hefur öðlast með 40 ára harðri stéttabaráttu og miklum þrældómi. (Samanber: „Járnfrúna” og „Kúrekann”, er þau fengu völd.) Afturhaldið „íslenska” mun svo sem auðmjúkur Nato-þræll láta Kananum í té allt, sem hann óskar á Fróni: Breyta Helguvík í Hel-vík, — koma upp risa-bensíngeymum svo flugvélarnar með atómsprengjurnar geti notað Keflavíkurflugvöll sem brúarstólpa í loftbrúnni frá Kanada til Þránd- heims. Meó heljarbrú þeirri ætlar Kaninn í ofstæki sínu að umhverfa Evrópu í geislavirkt helvíti, — og heldur í heimsku sinni að hann muni sjálfur sleppa, ef hann aöeins sigar „djöfli” atómstríðsins á Evrópu, — svo notuð sé líking Einsteins. islendingar! Varist þá menn og flokka sem nú brugga alþýðu atvinnuleysi og fátækt, en þjóð vorri banaráð til að þóknast Reagan! * Síðan 1942 — í 40 ár — hafa ekki verið háðar svo örlagaríkar kosningar sem nú. Þá tókst íslenskri alþýðu að gera Sósíalistaflokkinn að því veldi, er megnaði að umskapa ísland: í stað armæðu fátæktarinnar reis upp bjarg- álna þjóð. Og í samstarfi við þá foringja Sjálfstæðisflokksins, sem einnig höfðu reisn sem íslendingar og menn, tókst að vísa frá kröfu amerísks her- valds um yfirdrottnun hér í heila öld: þrem voldugum amerískum herstöðv- um á íslandi. Nú er það lágkúran, sem meir og meir tekur við af reisninni I herbúðum þeim. Nú er það þjóð vor sjálf, sem verður að þekkja sinn vitjunartíma og bjarga sér; frá áþján atvinnuleysis auðvaldslandanna — og úr helgreipum þess bandaríska hervalds, er býður þjóðardauða heim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.