Réttur


Réttur - 01.01.1982, Side 9

Réttur - 01.01.1982, Side 9
Tryggvi Emilsson: Alþýðubókin og allar hinar Fyrstu bækurnar sem ég eignaðist eftir Halldór Kiljan Laxness voru Undir Helga- hnjúk og Kaþólsk viðhorf, báðar sama daginn og það í vöruskiptum fyrir kúamjólk. Maðurinn sem næstum gaf mér bækurnar var nágranni minn í Glerárþorpi. Þessar bækur eru útskúfaðar hjá öllu betra fólki, sagði hann við mig og ráðlagði mér að losa mig við þær sem fyrst. Þá kom ritdómur um bókina Undir Helgahnjúk í sunnanblaði, gott ef það hét ekki Bókafregnir, ritdómur og viðtal við skáldið, fyrirsögnin var ,,Mað- urinn sem heldur á montnasta penna lands- ins.” Skáldið lét nefnilega að því liggja að hann hefði ekki skrifað bókina til að segja sögu heldur til að sýna hvernig ætti að skrifa bækur, að mig minnir. Síðar voru flestir yngri rithöfundar og skáld taldir stæla Hall- dór Kiljan Laxness, það varð aldarandi og uppreisn alþýðunnar bættist fjöldi skrifandi liðsmanna. Næst áskotnaðist mér Alþýðubókin, þá lá ég fársjúkur af berklum á Sjúkrahúsinu á Akureyri í sama biðsal og allir hinir sem varpað var þar inn fyrir dyr utan af lífsveg- inum. Einn daginn þann vetur kom ungur maður inn á stofuna og fékk rúmið hans Helga sem var nýdáinn, drengur sem var næstum tvítugur að aldri, tærður af berklum með tinnusvört augu sem geislaði af, hann hafði bækur meðferðis og las eins og þrekið framast leyfði með það fyrir augum að taka stúdentspróf næsta vor ef hann aðeins gæti losnað við berklana. Ég sá þegar félagi hans einn færði honum nýja bók óbundna. Eftir svo sem tvo til þrjá daga þegar hann hafði lokið við að lesa bókina yrti hann á mig og sagði ,,Þá er hann loksins kominn” hann hélt bókinni á lofti svo ég gæti séð titilinn, Alþýðubókin, hann stakk bókinni undir koddann og var fallinn í svefnmók. Seinna um daginn þegar bráð hafði af þessum gesti, spurði ég enn, hver er kominn. Skáld alþýð- unnar var svarið, skáld íslands. Þá heyrði ég að Guðmundur sauðabóndi sem lá í rúmi hinum megin, sagði stundarhátt, ,,og þvu, er þá Sigurður Breiðfjörð ekki lengur skáld ís- lands” og þegar því var ekki svarað hóf Guðmundur upp raust sína frekar lága og dálítið hása af heyryki og kvað. Það er dauði 9

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.