Réttur


Réttur - 01.01.1982, Page 15

Réttur - 01.01.1982, Page 15
F. D. Roosevelt 100 ár Franklín Delano Roosevelt var fæddur 30. janúar 1882 og varð forseti Banda- ríkjanna fyrir 50 árum, 1932, er kreppa auðvaldsskipulagsins hafði valdið at- vinnuleysi og uppflosnun yfir 20 miljóna verkamanna og bænda. Roosevelt bjarg- aði auðvaldsskipulaginu í Bandaríkjun- um frá hruni með gífurlegum afskiptum ríkisvaldsins af atvinnulífinu, m.a. með því að ríkið kom upp hinu fræga og mikla Tennesse-Valley raforkuveri. Fávís og ofstækisfull auðmannastétt Bandaríkjanna hataði hann fyrir allt þetta og taldi hann kommúnista. Vit- lausu afturhaldi er tamt að „brenni- merkja” þannig þá menn, sem eru nægi- lega framsýnir, stórhuga og bera um- hyggju fyrir velferð þess vinnandi fólks, er auðvaldsskipulagið misþyrmir. Roosevelt leiddi þjóð sína til sigurs yfir fasismanum í heimsstyrjöldinni síðari — og þurfti að beita allri kænsku sinni til þess að geta unnið gegn fasismanum, — svo nærri stóð slík harðstjórn hjarta- lausa afturhaldi Bandaríkjanna. Roosevelt sá að líf mannkynsins gat oltið á því að maður, er fylgdi stefnu 15

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.