Réttur


Réttur - 01.01.1982, Page 35

Réttur - 01.01.1982, Page 35
Hallgrímur Kristinsson aðvarar Hallgrímur Kristinsson (1876—1923) var eins og Jónas Þorbergsson orðar það í Andvaragrein um hann 1929 „athafna- mestur og áhrifaríkastur forvigismaður samvinnumála á landi hér.” Hann var forstjóri Kaupfélags Eyfirðinga og fyrsti framkvæmdastjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga. í fyrrnefndri grein, stendur m.a. eftirfarandi: ,,Eigi aðeins naut samvinnustefnan starfs- krafta hans óskcrtra, heldur mótarti hún og hugarfar hans allt, lífsskoðun og breytni. Framkvæmdirnar sjálfar, á leið stefnunnar, urðu fyrir sjónum hans, aðeins tæki eða leið að hinu eiginlega marki, sem frcmstu fylgis- menn hennar hafa fyrir augum: Siðfágun mannanna og hagsæld í bróðurlegu sam- starfi. Kjarni stefnunnar og siðferðislegt markmið varð honum höfuðatriði, hluti af honum sjálfum, lífsstcfna hans og æviþrá. — Lét hann eitt sinn orð falla við þanri, er þetta ritar, á þá leið, að hann óttaðist um framtíðarörlög stefnunnar. Hann kvcið því, að starfscmin myndi, er stundir liðu fram, snúast í hagsmunabaráttu einvörðungu, meðan eldur hugsjónanna félli í fölskva hjá gröfum frumhcrjanna, enda væri þá með öllu unnið fyrir gíg, með því að raunverulegt Hallgrímur Kristinsson gildi sérhverrar félagsmálahreyfingar og um- bótaviðleitni manna væri fólgið í þeirri þró- un, er hún fengi áorkað í andlegum og sið- ferðilegum efnum.” (Jónas Þorbergsson í grein um Hallgrím Kristinsson í „Andvara” 1929, bls. 24.) og sósíalisminn eiga við sömu vandamál að stríða: innan auðvaldsskipulags jafnt í stjórn- arandstöðu sem stjórn, — svo og sem valda- aðili, jafnvel „handhafi” ríkisvalds. Sérhvert vald er sem tvíeggjað sverð, sem hægt er að beita jafnt með hinu vinnandi fólki sem móti því eða hluta þess, — fyrst og fremst vegna þess að „valdsverðið” sé á fárra manna höndum, en vinnandi fjöldinn sjálfur ekki orðinn sjálfstæður, þroskaður og virkur þátttakandi í stjórn fyrirtækisins, sambands- ins — eða ríkisins, ef lengra er farið. 35

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.