Réttur


Réttur - 01.01.1982, Page 36

Réttur - 01.01.1982, Page 36
Þetta er hið mikla sann-lýð-ræðis-lega vandamál hinna voldugu hreyfinga vinnandi fólks: Hugsjónin vakti fólkið, það skóp í hennar nafni og anda samtök sín — og þau urðu sterk og voldug: vald — og við það vald þarf fjöldinn sjálfur að læra að ráða og beita því í sína þágu og hugsjónarinnar. Bitur reynsla Verkalýðshreyfingin varð oft fyrir biturri reynslu í þessum efnum, einkum á þriðja og fjórða áratugnum: Alþýðusamtökin í Reykjavík urðu um 1930 að standa í handalögmáli við fulltrúa S.Í.S. út af Garnastöðinni: forstjórar vildu ei borga fátæku verkafólki það kaup, sem það þurfti. Verkalýðssamtökin á Akureyri stóðu í verkfalli við Gefjun um þessar mundir. For- stjóri fyrirtækisins hótar verkamanni með fimm börn að reka hann alveg. — Manni verður á að hugsa: Fólkið á valdi forstjóra sinna, — en ekki öfugt. Og sumstaðar fengu bændur líka að kenna á þessari egg valdsverðsins — og ekki að ástæðulausu var einn voldugur kaupfélags- stjóri oft nefndur harðstjórinn. Svo langt gekk þá um tíma misbeiting valdsins að verkamenn tóku viða að stofna sjálfir pöntunarfélög, til þess að geta rekið þessi samtök í anda samvinnuhreyfingar- innar, — og fóru sömu leið og gömlu braut- ryðjendurnir höfðu gert og mættu svipuðum erfiðleikum. En til allrar hamingju lærðu báðir aðilar: þeir, sem háðu baráttu hins fátæka verka- manns, — og þeir, sem höfðu valdið, ýmis- legt að þessari reynslu og víða var tekið sam- an höndum og eining sköpuð þar sem áður var barist, svo sem í Reykjavík (KRON) og víðar. Bjartara framundan Eitt sögulegasta og eftirbreytniverðasta dæmið um samstarf verkalýðshreyfingar og samvinnuhreyfingar gerðist 1961 á Akureyri er hið volduga Kaupfélag Eyfirðinga og sam- vinnufyrirtækin á Akureyri hrutust út úr þeim hring verkalýðsandstæðinga, er at- vinnurekendur reyndu að loka þau inni í, — og sömdu við verkalýðsfélögin. Með þeim styrkleik, sem þau tvö fjölda- samtök A.S.Í. og S.Í.S. hafa, þá er hægt að gera kraftaverk í anda samvinnuhugsjónar- innar. Hví skyldi Vinnumálasamband samvinnu- félaga sitja hinumegin við borðið hjá hinu nautska V.V.S.Í, — en ekki við hlið verka- lýðshreyfingarinnar, þar sem það á heima? Ég býst við að hér kenni stundum viðleitni Framsóknar til þess að einoka vald sam- vinnuhreyfingarinnar í sína flokksþágu. Hér er víti Alþýðuflokksins frá árunum 1930—40 til varnaðar. Valdakerfi S.Í.S. á að vera allri samvinnuhreyfingunni til framdráttar og fyrst af öllu á að tryggja að því sé beitt til að framfylgja hugsjóninni: að hinar vinnandi stéttir til sjávar og sveita sigrist á arðráni öllu og auðvaldi. Hér þarf að vera vel á verði að sjálf sam- vinnuhreyfingin ánetjist ekki fyrirbrigðum auðvaldsins í þjóðfélaginu sjálfu: auðhyggj- unni (commersialismanum), þeirri peninga- og gróðasýki, sem æ grefur meir og meir um sig í þjóðfélaginu, né heldur tengist beinlínis auðvaldinu sjálfu með því að bjóða því jafn- vel inn í fyrirtæki, sem samvinnuhreyfingin ein á, sem hluthöfum og gerbreyta þannig gerð og stefnu samvinnufyrirtækja. (Öðru máli gegnir þótt kaupfélög taki þátt í þjóð- þrifafyrirtækjum til framleiðslu í hinum ein- stöku byggðarlögum, svo sem togaraútgerð- inni á Akureyri og víðar — og þá með bæjar- 36

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.