Réttur


Réttur - 01.01.1982, Qupperneq 36

Réttur - 01.01.1982, Qupperneq 36
Þetta er hið mikla sann-lýð-ræðis-lega vandamál hinna voldugu hreyfinga vinnandi fólks: Hugsjónin vakti fólkið, það skóp í hennar nafni og anda samtök sín — og þau urðu sterk og voldug: vald — og við það vald þarf fjöldinn sjálfur að læra að ráða og beita því í sína þágu og hugsjónarinnar. Bitur reynsla Verkalýðshreyfingin varð oft fyrir biturri reynslu í þessum efnum, einkum á þriðja og fjórða áratugnum: Alþýðusamtökin í Reykjavík urðu um 1930 að standa í handalögmáli við fulltrúa S.Í.S. út af Garnastöðinni: forstjórar vildu ei borga fátæku verkafólki það kaup, sem það þurfti. Verkalýðssamtökin á Akureyri stóðu í verkfalli við Gefjun um þessar mundir. For- stjóri fyrirtækisins hótar verkamanni með fimm börn að reka hann alveg. — Manni verður á að hugsa: Fólkið á valdi forstjóra sinna, — en ekki öfugt. Og sumstaðar fengu bændur líka að kenna á þessari egg valdsverðsins — og ekki að ástæðulausu var einn voldugur kaupfélags- stjóri oft nefndur harðstjórinn. Svo langt gekk þá um tíma misbeiting valdsins að verkamenn tóku viða að stofna sjálfir pöntunarfélög, til þess að geta rekið þessi samtök í anda samvinnuhreyfingar- innar, — og fóru sömu leið og gömlu braut- ryðjendurnir höfðu gert og mættu svipuðum erfiðleikum. En til allrar hamingju lærðu báðir aðilar: þeir, sem háðu baráttu hins fátæka verka- manns, — og þeir, sem höfðu valdið, ýmis- legt að þessari reynslu og víða var tekið sam- an höndum og eining sköpuð þar sem áður var barist, svo sem í Reykjavík (KRON) og víðar. Bjartara framundan Eitt sögulegasta og eftirbreytniverðasta dæmið um samstarf verkalýðshreyfingar og samvinnuhreyfingar gerðist 1961 á Akureyri er hið volduga Kaupfélag Eyfirðinga og sam- vinnufyrirtækin á Akureyri hrutust út úr þeim hring verkalýðsandstæðinga, er at- vinnurekendur reyndu að loka þau inni í, — og sömdu við verkalýðsfélögin. Með þeim styrkleik, sem þau tvö fjölda- samtök A.S.Í. og S.Í.S. hafa, þá er hægt að gera kraftaverk í anda samvinnuhugsjónar- innar. Hví skyldi Vinnumálasamband samvinnu- félaga sitja hinumegin við borðið hjá hinu nautska V.V.S.Í, — en ekki við hlið verka- lýðshreyfingarinnar, þar sem það á heima? Ég býst við að hér kenni stundum viðleitni Framsóknar til þess að einoka vald sam- vinnuhreyfingarinnar í sína flokksþágu. Hér er víti Alþýðuflokksins frá árunum 1930—40 til varnaðar. Valdakerfi S.Í.S. á að vera allri samvinnuhreyfingunni til framdráttar og fyrst af öllu á að tryggja að því sé beitt til að framfylgja hugsjóninni: að hinar vinnandi stéttir til sjávar og sveita sigrist á arðráni öllu og auðvaldi. Hér þarf að vera vel á verði að sjálf sam- vinnuhreyfingin ánetjist ekki fyrirbrigðum auðvaldsins í þjóðfélaginu sjálfu: auðhyggj- unni (commersialismanum), þeirri peninga- og gróðasýki, sem æ grefur meir og meir um sig í þjóðfélaginu, né heldur tengist beinlínis auðvaldinu sjálfu með því að bjóða því jafn- vel inn í fyrirtæki, sem samvinnuhreyfingin ein á, sem hluthöfum og gerbreyta þannig gerð og stefnu samvinnufyrirtækja. (Öðru máli gegnir þótt kaupfélög taki þátt í þjóð- þrifafyrirtækjum til framleiðslu í hinum ein- stöku byggðarlögum, svo sem togaraútgerð- inni á Akureyri og víðar — og þá með bæjar- 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.