Réttur


Réttur - 01.01.1982, Side 49

Réttur - 01.01.1982, Side 49
Tvær smámyndir úr lífí Halldórs Laxness og rita hans I. Salka Valka í Buchenwald Árið 1941 var gefin út í Prag þýðing á ,,Sölku Völku” á tékknesku og hét „Salce Valce”. Tékkóslóvakía var þá komin undir yfirráð þýskra nasista, en hjá þeim var Hall- dór Laxness og bækur hans bannfærðar sem kunnugt er. Líklega hafa ritskoðunarmenn tékkneskir álitið að svo „arískur” rithöfund- ur sem íslendingur einn hlyti að vera með öllu saklaus af því að geta verið „kommún- istískur áróðursmaður” og því leyft bókina án þess að lesa hana. Svo fór eftir að Buchenwald-fangabúðirn- ar miklu voru settar á stofn — rétt hjá Weimar Goethe og Schillers — að þar var meðal annara verri stofnana bókasafn, því þarna dvöldu stundum upp undir 100.000 manns. Og meðal tékkneskra bóka, sem þar voru, var „Salka Valka”, útgefin 1941. — Ekki munu ritskoðararnir í Buchenwald hafa verið vitrari en þeir í Prag! Nú er — fyrir utan alla aðra kosti þeirrar bókar — því svo farið að megnið af ræðum þeim, sem Arnaldur er látinn halda, eru beinar uppprentanir úr Kommúnistaávarp- inu. Halldór hefur vafalaust hagað þvi svo til að undirstrika þannig „rétttrúnað” og máske ósjálfstæði Arnalds að láta hann flytja boðskapinn svo bókstaflega. En í Buchenwald var ekki auðvelt um að- gang að slíkum boðskap. Þvi fór svo að meðal þeirra þúsunda tékkneskra fanga, er þarna dvöldu lengur eða skemur, þá varð „Salka Valka” hin eftirsóttasta bók. Svo sagði mér góður tékkneskur félagi, er ég kynntist í Prag í október 1945, og hafði hann sjálfur verið í Buchenwald síðasta ár fjögurra ára fangabúðavistar sinnar all víða, að „Salka Valka” hefði verið svo þrautlesin af þúsundum fanga að vart hefði bók sú hangið saman. — En mörgum hafði hún hit- að um hjartaræturnar og ekki síst sá andlegi sigur „Fuglsins í fjörunni” og „Vínviðarins hreina” að geta smogið frá útkjálkum ís- lands gegnum allar torfærur hins nasistíska harðstjórnar-vefs inn til fanganna í Buchen- wald-fangabúðunum og glatt hjörtu þeirra með því að þrátt fyrir allt verði hinn frjálsi andi hins vinnandi manns öllum ofsóknum drottnaranna yfirsterkari að lokum. E.O. 49

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.