Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 12

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 12
2. Hefðbundnar herstöðvar, svo sem herbúðir, stöðvar herforingja, her- flutningahafnir. 3. Samgöngu- og iðnaðarstöðvar, sem nýtast til hernaðar, hafnir, járnbraut- ir, orkuver, olíuhreinsistöðvar, efna- verksmiðjur. 4. Borgir og byggðir mikilvægar til þess að halda atvinnuvegum í gangi. Varla sýnist vafi á því, í hvaða for- gangsflokki Keflavíkurvöllur muni vera, síst eftir að utanríkisráðuneytið leyfði þar byggingu nýrra mannvirkja og fjölgun flugvéla, sem geta borið „smásprengjur“ til að eyða eldflaugakafbátum. Undir þann flokk falla líka nýju radarstöðvarn- ar, þó að reynt sé að gera þær þýðingar- litlar í augum almennings hér á landi. En þetta um skotmörk á íslandi er út- úrdúr. Þessi upptalning sýnir, að kjarn- orkustríð gæti orðið af ýmsu tæi, eftir því hvað það nær til margra atriða á þessum forgangslista. En jafnvel þótt enginn stríðsaðili vilji ganga svo langt, er hættan sú, að í hita leiksins verði allar slíkar hófsemdarfyrirætlanir að engu, svo að átökin magnist upp í gereyðingarstyrjöld, án þess að nokkur hafi ætlað sér. Til þess að gera sér raunhæfa grein fyrir við hverju megi búast hafa menn því sett upp nokkur dæmi um mismunandi víðtæk kjarnorkustríð. Dæmi um kjarnorkustyrjaldir í fyrstu aðalritgerðinni um kjarnorku- vetur, eftir Turco, Toon, Ackerman, Pollack og Sagan (þann sem kynnti stjörnufræðina í sjónvarpsþáttum fyrir nokkrum árum) settu þeir upp nokkur dæmi um misjafnlega víðtækt kjarnorku- stríð. Hér verður gerð grein fyrir þremur þeirra, með 100, 5000 og 10000 mega- tonna sprengjumagni. 100 megatonna stríð. Þetta er lítið brot af tiltækum sprengjum, en ef þeim væri varpað á borgir eingöngu, nokkur hundr- uð skotmarka, yrði sólskinið eftir hálfan mánuð aðeins 11% af því venjulega, og hiti á meginlöndum norðurhvels hefði lækkað um 23 stig. Þessi tiltölulega mikla kæling stafar af því hvað eldsneyti er gíf- urlega mikið í borgum, miðað við dreif- býli eða óbyggðir. 5000 megatonna stríð. Hér er reiknað með að aðeins fimmta hluta sprengju- magnsins sé varpað á borgir. Sólskinið yrði komið niður í 1-2% af því venjulega eftir tvær vikur og hitinn á meginlöndum hefði lækkað um 24 stig á norðurhveli. 10000 megatonna stríð. Hér er reiknað með að 15% af sprengjunum falli á borgir. Áætlanir um reykjarmagn eru fremur svartsýnar, en þó taldar fyllilega hugsanlegar. Sólskinið yrði þá komið niður í !/íooo af því venjulega eftir hálfan mánuð og hitinn á meginlöndum hefði lækkað um 41 stig. Að 300 dögum liðnum væri hiti þar ennþá 14 stigum lægri en ella hefði orðið. Til þess að vera vissir í sinni sök hafa vísindamenn hér tilgreint aðeins 2A af þeirri kælingu, sem ströngustu útreikn- ingar bentu til. Eldsvoðar í kjarnorkustríði Á fyrstu andartökum eftir kjarnorku- sprengingu geislar frá henni firna miklum hita, svo að jafnvel föst efni verða að loft- tegundum. Ef sprengjan er eitt mega- tonn, kviknar í öllum plastefnum, timbri, fatnaði og þess háttar efnum, sem hita- geislarnir falla á, á 300-500 ferkílómetra svæði, en þó er þetta nokkuð háð veðri. Eldarnir renna síðan saman, ef um þétt- býli er að ræða, og óhemju magn af sót- lögum stígur upp í loftið og berst upp í 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.