Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 42
myndum borgaralegra femínista, kynnti
hún sér náið borgaralegar kvenfrelsisbók-
menntir til eflingar sinni eigin viðleitni að
setja fram nýja kvenímynd. í þeim til-
gangi ritaði hún skáldverk. Mótsagnirnar
halda áfram að fylgja henni, og það var
styrkur hennar, að hún reyndi ekki að
breiða yfir þær.
Henni tókst aldrei að fella saman hug-
myndafræði kvenfrelsisbaráttu og stétta-
baráttu, og er mála sannast, að það hefur
ekki tekist enn í dag. Það er athyglisvert,
hve umræðan og baráttumálin fyrir ára-
tugum eru keimlík þeim, sem tekist er á
um nú á dögum.
Fræðikenning marxista um kvenfrelsi
og kvennabaráttu er enn við lýði, einkum
innan kommúnistaflokka víða um heim,
og framsækinn armur borgaralegs femín-
isma hefur þróast áfram, svo sem berlega
sést í kvennahreyfingum nútímans. Þetta
tvennt, stéttabarátta og kvennabarátta,
hefur enn ekki náð að tengjast sem sam-
ræmd heild.
Starfið gefur lífinu gildi
Margt hefur verið rætt og ritað um
Alexöndru Kollontay, verk hennar og
viðhorf, einkum í seinni tíð. Eftirfarandi
atriði ganga eins og rauður þráður í gegn
um fjölmörg rita hennar. Hún segir t.d.:
„Konur verða að læra það að beina ekki
öllum sínum lífs og sálar kröftum að ást-
inni á karlmanni. Starfið er það, sem gef-
ur lífinu gildi, og konur verða að setja
eigin skapandi og nytsama vinnu í
forgang. Þetta er megininntakið í flestu
því, sem ég hefi fest á blað um samband
kynjanna. Ástin má ekki þurrka út pers-
ónuleika konunnar, ekki brjóta hana
niður sem einstakling, ekki hefta sjálf-
stæði hennar. Ef ástin verður henni
þvingun og áþján, þá verður hún að losa
um þau bönd, þótt það sé sársaukafullt.
Hún verður að láta alla ástarharmleiki
lönd og leið og ganga sína eigin braut.“
Alexandra Kollontay gat úr flokki talað,
er hún gaf kynsystrum sínum þetta vega-
nesti. Við getum kallað það neikvætt
frelsi, þar sem gengið er út frá því sem
vísu, að eitt hljóti ævinlega að verða á
annars kostnað.
Svo mikið er víst, að ekki tókst henni
sjálfri í sínu einkalífi að sameina þetta
tvennt, starfið og ástina, utan einu sinni
um stutt skeið árið 1917-18. Um það far-
ast henni svo orð, reyndar fyrir munn
einnar sögupersónu sinnar. „Við vorum
ekki fyrst og fremst eiginmaður og eigin-
kona, heldur framar öllu félagar og jafn-
ingjar, nátengd í sameiginlegri baráttu.
Starfið var fyrir öllu, og um það myndað-
ist engin togstreita okkar í milli.“
Einkalíf Alexöndru Kollontay þótti
öldungis ekki í hefðbundnum stíl. Hún
lifði eftir kenningu sinni og fór sína leið,
hvenær sem sambúð við hinn heittelskaða
tók að þrengja að athafnafrelsi hennar.
Ung að aldri yfirgaf hún eiginmann sinn
(æskuást' a) og ungan son, er hún fór til
háskólanams í Zurich. Síðar er þau slitu
hjúskap, tók hún að sér uppeldi sonarins.
Seinni eiginmenn hennar voru Al. Schlj-
apnikov og Pavel Dybenko, báðir þekktir
baráttumenn frá byltingarárunum.
Alexandra Kollontay var umdeild á
sinni tíð, ekki síst vegna róttækra við-
horfa sinna í kvenréttindamálum. Hún
vildi nema burtu skilin milli stjórnmála og
einkalífs og gerði sér þær hugmyndir um
sósíalíska kvennabaráttu, að hún hlyti að
ná lengra og fela í sér fleira en lýðræðis-
lega kröfu um jafnrétti. Ekki taldi hún
nægilegt, að konur fengju þegnrétt í karla-
veröldinni eins og hún kæmi fyrir, heldur
yrði öll mótun hvers einstaklings að taka
106