Réttur


Réttur - 01.04.1985, Side 46

Réttur - 01.04.1985, Side 46
forseta, sem er gjörsneydd öllu yfirbragði lýðræðis. Prátt fyrir þetta má ekki gleyma því að heimsvaldaeðli stjórnar Banda- ríkjanna er grundvöllur utanríkisstefnu þeirra. Það má ekki gleyma því að fyrr- nefndur forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy, stóð að baki fyrstu meiriháttar aukningar bandarískra hernaðarumsvifa í Víetnam, sá hinn sami Kennedy sam- þykkti líka þátttöku Bandaríkjanna í inn- rásartilraunum á Kúbu gegn byltingar- stjórn Castrós. Og þrátt fyrir allar siða- predikanir Carters héldu Bandaríkin áfram aðstoð sinni við herforingjastjórnirnar í Chile, Argentínu, Úrúguay og víðar í forsetatíð hans. Það er því nær sanni að tala um örlítið breytta stjórnlist og aðferðir hjá banda- rísku heimsvaldastefnunni á 7. og 8. ára- tugnum vegna breyttra aðstæðna og við- horfa í heiminum. Bandaríkin beittu öllum hernaðar- legum kröftum sínum í stríði sínu gegn alþýðu Víetnam, Laos og Kampútcheu og í forsetatíð þeirra Johnsons og Nixons má segja að afskipti þeirra í Mið-Amer- íku hafi gjörsamlega horfið í skuggann fyrir stríðinu í Indókína. Ósigurinn þar dró einnig um tíma úr möguleikum Bandaríkjanna til íhlutunar og yfirgangs annars staðar í Priðja heiminum, þar á meðal í Mið-Ameríku. A 7. áratugnum varð einnig til víðfeðm og öflug hreyfing gegn nýlendustefnunni um allan heim, sem hafði í för með sér að hinar gömlu nýlendur Frakka og Eng- lendinga í Afríku, Asíu og einnig í Kara- bíuhafinu brutu af sér hlekkina og ooiuo- ust sjáifstæði. Portúgalska nýlenduveldið í Afríku hrundi til grunna þegar fasism- anum var steypt í Portúgal árið 1974 og Angóla, Mocambique og Guinea-Bissau urðu öll sjálfstæði ríki ári seinna eftir mannskæða frelsisbaráttu sem geisað hafði árum saman. Þegar Kennedy hélt ræðu sína við stofnun Framfarabandalagsins árið 1961 í Punta del Este í Úrúguay sagði hann að bandalagið væri tæki til að efla félagslegar framfarir og uppræta ranglætið. Yfirlýst markmið bandalagsins var að það skyldi fyrst og fremst vera farvegur fyrir banda- ríska efnahagsaðstoð og þróunarhjálp til rómönsku Ameríku. Kennedy skilgreindi hlutverk bandalagsins svo: Að það ætti að koma á „umbótum ofan frá til að hindra byltingar neðan frá“. Fyrsti forustumaður bandalagsins, Teodore Moscoso, var þó opinskárri. Hann sagði: „Með því að styðja bandalagið þarf hin ríkjandi valda- stétt ekkert að óttast“. Um miðjan 7. áratuginn stóðu Banda- ríkin að baki áttatíu og þriggja af hverj- um hundrað allra erlendra fjárfestinga í Mið-Ameríku, m.a. fyrir atbeina banda- lagsins. En Framfarabandalagið hafði einnig hernaðarlega hlið. Og eins og Moscoso orðaði það: Efnahagsframfarir krefjast laga og reglu og umfram allt kyrrðar á stjórnmálasviðinu. Mikilvægur þáttur í áætlunum banda- lagsins var því að auka öryggið inn á við með því að efla innlendan her og lög- reglu. En fram að byltingunni sigursælu á Kúbu var fyrst og fremst talað um utan- aðkomandi hættu. Til dæmis sagði Charles Shuff, sem var aðstoðarutanríkismálaráðherra Banda- ríkjanna í lok forsetatíðar Eisenhowers, að „þessum heimshluta stafar mest hætta af kafbátaferðum í Karabíuhafi og með- fram ströndum rómönsku Ameríku“. Eftir árið 1959 var aftur á móti lögð höfuðáhersla á að bæla niður þjóðfélags- lega ókyrrð sem á máli heimsvaldastefn- 110

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.