Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 25

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 25
að verslunarauðvald íslenskt hefur getað sópað til sín fjármunum sem skotið er undan þegar kakan góða er bökuð. Samt virðast fáir núorðið hafa meiri áhuga á þeirri kökugerð en forsetar launþegasam- taka! í ljósi þessa þarf engan að undra að kennarar voru orðnir langþreyttir þegar að verkfalli BSRB kom, enda mun frammi- staða þeirra lengi í minnum höfð. Hvar- vetna urðu þeir til þess að taka að sér skipulagningu aðgerða, hafa umsjón með verkfallsvörslu og standa vörð — jafnvel fyrir aðra hópa sem minni skilning sýndu á nauðsyn samstöðunnar. Mun margur grunnskólakennarinn lengi minnast þeirra brígslyrða sem hann varð að sitja eða standa undir þá. Og ekki skorti á yfir- lýsingar stjórnarherranna. Talsmaður verslunarauðvaldsins, fjármálaráðherra landsins, notaði tækifærið til að lýsa samúð sinni með „litla manninum“ og fyrirlitn- ingu sinni og þekkingarleysi á kennara- störfum. Ræðu hans á Alþingi þjóðarinn- ar um vinnutíma kennara og þá „forrétt- indastétt" sem þeir væru orðnir var að vísu mótmælt af nokkrum þingmönnum, en aðrir ráðherrar viku sér undan því að taka afstöðu nema í loðmollu og kringil- yrðum. Verður framkomu menntamála- ráðherra lengi minnst, þegar hún lýsti því fyrir kennurum í mótmælastöðu á Arnarhóli að fjármálaráðherra hefði áreið- anlega ætlað að segja eitthvað annað! Árangur verkfallsins Ástæðulaust er annað en viðurkenna að verkfall BSRB skilaði litlum árangri í beinhörðum peningum. Ríkisvaldið sem við var að etja reyndist harðari samnings- aðili en menn höfðu lengi hitt fyrir. Þegar upp var staðið höfðu þó náðst dálitlar hækkanir sem vissulega hefðu komið að haldi ef ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar hefði ekki ákveðið að kippa þeim öllum til baka með gengisfellingu. Fyrir kennara varð ávinningurinn meiri á öðru sviði. Samstaðan sem náðist um skeið bæði innan stéttarinnar og milli kennara og annarra launþegahópa Iofaði býsna góðu um framhaldið. Er enginn vafi á að kennarasamtökin, KÍ, munu lengi geta búið að reynslu og lærdómum sem þau drógu af verkfallinu. Enn er of snemmt að spá um það hvort heildar- samtökin bera gæfu til að reka þesskonar verkalýðspólitík að kennarar uni áfram innan BSRB. Það sem gerst hefur nú á vormánuðum 1985 gefur því miður ekki tilefni til bjartsýni. Vorið 1985 Löngu áður en verkfall BSRB skall á haustið 1984 höfðu kennarar innan hinna launþegasamtakanna, BHM-R (Bandalag háskólamanna — ríkisstarfsmenn) farið að hugsa sér til hreyfings. Samningar þeirra áttu að vera lausir hinn fyrsta dag marsmánaðar 1985, og þegar á fulltrúa- þingi Hins íslenska kennarafélags vorið 1984 var samþykkt að félagið beitti sér fyrir fjöldauppsögnum til þess að knýja á um viðunandi kjarabætur í vorsamning- unum 1985. Ekki var farið dult með þess- ar uppsagnir enda tilgangur þeirra sá einn að reyna að vekja athygli stjórnvalda og annarra landsmanna á því að langlundar- geð kennara væri þrotið. Þeir myndu ekki una því að laun þeirra héldu jafnt og þétt áfram að rýrna og bilið milli launa há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna og ann- arra háskólaborgara að breikka. Öllum sanngjörnum mönnum hafði lengi verið ljóst að ekkert samræmi væri milli þeirra launa sem háskólamenn þægju fyrir störf 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.