Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 62

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 62
INNLEND ■ VÍÐSJÁ 1 Er stjórnarskrárákvæðið um bráðabirgðalög ekki orðið úrelt? Ákvæðið um valdið til að gefa út bráða- birgðalög er meir en aldargamalt og hljóða fyrstu tvær málsgreinar þess svo: „Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög milli þinga. Ekki mega þau þó vera í bág vð stjórnarskrána.“ (28. gr. stjórnarskrár- innar.) Hér er aðeins breytt því orðalagi að „forseti“ kemur í stað konungs, annars ákvæðið frá 1874. Fyrir rúmri öld var dýrt og fyrirhafnar- samt að kalla saman þing. Samgöngur með hestum og skipum. Þingmenn laun- aðir aðeins meðan þing sat. Nú er alltaf hægt að kalla saman þing að heita má fyrirhafnarlaust. Þingmenn launaðir allt árið. — Og ákvæðið að for- seti geti gefið út lögin, hefur í raun verið gert marklaust. Valdið hefur verið fært í hendur ríkisstjórnar í rauninni. Og ríkisstjórnir hafa herfilega misnot- að þetta vald, til að láta Alþingi standa frammi fyrir staðreyndum, sem það ella hefði máske alls ekki samþykkt eða getað breytt. Ríkisstjórnir afturhaldsins hafa síðasta aldarfjórðung misnotað þetta vald herfi- lega. Með bráðabirgðalögum tók ríkisstjórn 1961 það vald af Alþingi að ákveða gengi erlends gjaldeyris. Síðan hafa ríkisstjórn- ir (ásamt Seðlabanka) ,hundraðfaldað gengi dollarsins, — mestmegnis til að lækka þannig laun verkalýðs með aukinni dýrtíð. Núverandi ríkisstjórn svifti með bráða- birgðalögum verkalýðsfélögin samnings- frelsi. — Gekk það mjög nærri stjórnar- skrárbroti — og lét hún undan hótunum og afnam þau lög. Sama ríkisstjórn hefur bæði með banni á kaupgjaldsvísitölu og með gengislækk- un stolið milljónatugum af launafólki — með bráðabirgðalögum. Og þannig mætti lengi telja. Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er því herfilega misnotað — og skriðið í skjól forsetavalds sem oftar. Það ætti annaðhvort að afnema þetta ákvæði alveg, — ella geta samviskulausar ríkisstjórnir hagnýtt það til hinna verstu verka, — eða breyta því þannig að ein- ungis mætti gefa út bráðabirgðalög með samþykki stjórnarandstöðu, ef hörmung- ar svo sem geigvænleg eldgos eða annað slíkt bæri að höndum. Núverandi notkun útgáfu bráðabirgða- laga hæfir aðeins einræðisstjórn og á að hverfa. „Dýpra og dýpra“ Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk 14. apríl. í vissum samþykktum hans kemur fram hve djúpt ráðandi nýríkir 126
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.