Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 30

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 30
í allri deilunni. Verður ekki annað séð en þar á bæjum giidi sá stéttaskilningur sem vikið var aö hér að i'raman: Menntun ger- ir menn sjálfkrafa að fiendum alþýðunnar og er því af hinu illa. Væri vel ef íslenskur verkalýður drægi af þessu nokkrar áiykt- anir. í þriðja lagi fundu útivistarmenn til stéttarvitundar og samstöðu sem þeir hafa lengi verið án. Gegn árásum ríkis- valdsins höfðu þeir þjappað sér saman og fundið að styrkur þeirra sameiginlegur er mikill. Þegar þeir samþykktu að slíðra vopnin var það um stundarsakir og fól í sér öngva uppgjöf heldur aðeins ákvörð- un um að tileinka sér aðrar baráttuað- ferðir og treysta svo vígstöðu sína. í fjórða lagi fór mörgum útivistarmann- inum svo að hann hét sér því að taka aldrei þátt í aðgerð sem þessari án þess að hafa verkfallsrétt — jafnvel hinn takmarkaða. Það hygg ég hafi orðið flestum baráttu- manninum erfiðast nú að verða að taka um það „siðferöilega" ákvörðun svo að segja frá degi til dags hvort hætta skyldi eða halda lengra. Verkfallsréttur tryggir menn gegn því og um leið tryggir hann að allir taki þátt í baráttunni, ekki aðeins sá hlutinn sem langþreyttastur er eða baráttu- glaðastur. Sá skollaleikur sem hafður var í frammi með því að halda uppi skóla- starfi með ríflega hálfri kennslu (og stundum mun minni) var ekki hlægilegur heldur svívirðilegur. Hefði raunar verið fróðlegt ef skólameistarar hefðu haft til þess manndóm að þessu sinni að hafa vit fyrir yfirmönnum sínum í menntamála- ráðuneytinu — eins og þeir gerðu í BSRB-verkfalIinu þegar þeir fóru framhjá ráðuneytinu og sóttu sjálfir um undanþágur fyrir húsverðina. Hefði reisn þeirra orðið meiri nú, ef þeir heföu sett hnefa í borð og krafist þess að skólarnir fengju fullt starfslið. Hvert stefnir? Eðlilegt er að menn spyrji sig: Hvert stefnir íslensk þjóð um þessar mundir? Frá sjónarhóli manns sem hefur revnt að vinna íslenskum skólum allt það sem hann hefur getað skal viðurkennt að útlit- ið er ekki fjarska bjart. Allar menningarþjóðir, sem svo eru kallaðar, þykjast nú standa við upphaf nýrrar aldar, uppíýsinga-aldarinnar. Tölvubyltingin virðist ekki munu skilja við hinn vestræna heim saman og jafnan. Allar eru þessar þjóðir líka á einu máli um að menntun þegnanna sé lykillinn að farsælu lífi. Án traustrar grunnmenntun- ar mun enginn geta notað sér að nokkru gagni það sem tæknivætt upplýsingasam- félag býður upp á. Þekkingarskorturinn og menntunarleysið verður greið leið til áþjánar. Kúgarar munu finnast áfram og þeir munu beita þekkingunni til að undir- oka hina sem minna mega sín. Það er sannast sagna heldur óálitleg framtíð sem við blasir ef íslenska þjóðin á að hverfa aftur um aldir í menntunarmálum þegar aðrar þjóðir ætla sér risaskref fram á við. En þetta er einmitt það sem gerast mun ef fram fer sem horfir. Skoðun íslenskra stjórnvalda á menntun hefur komið fram. Menntun er eitthvað sem gott er að tala um í skálaræðum — rétt eins og skinn- bækur fornar. En sé þess krafist að menntun sé metin sem undirstöðugrein allra undirstöðuatvinnuvega — þá fer að hrikta í kvörnunum. Þá er hafinn þjóðar- kökusöngurinn, þá er sannað að kennslu- störf hljóti að vera jafn vel launuð og önnur sambærileg störf fyrst kennarar geti með óhóflegri aukavinnu og yfir- vinnu nálgast meðallaun í landinu. 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.