Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 21

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 21
þjóðfélagi“ og verður vikið að því hér á eftir. Samstaða eða sundrung Það er orðið býsna langt síðan Marx skilgreindi stéttaátökin milli þeirra sem ættu framleiðslutækin og hinna sem af engu gætu lifað nema vinnu sinni og hlytu að eiga undir högg að sækja í kapítalísku þjóðfélagi. Því skal sannarlega ekki neit- að að fleiri atriði en eign framleiðslutækja geti haft áhrif á stöðu manna eða aðstöðu í samfélaginu, en allt um það leyfi ég mér að efast um að skárri greining stéttaþjóð- félagsins hafi verið gerð. Hún ætti þá að fela nokkurnvegin sjálfkrafa í sér að samstaða væri eðlileg milli launafólks annars vegar, launagreiðenda hins vegar. A þessari einföldu staðreynd virðist ís- lensk verkalýðsforysta hafa misst sjónir fyrir margt löngu. Hún gein snemma, sýnist mér, við þeirri flugu að stéttamun- urinn gæti allteins legið í öðru — og gleypti m.a. við hugmyndinni um hags- munaárekstra milli faglærðra og ófag- lærðra verkamanna. Allir geta séð hvert þetta leiddi í kjörum iðnaðarmanna með fagmenntun og kjörum ófaglærðs iðn- verkafólks. Verkalýðsforystan íslenska virðist einfaldlega hafa neitað að viður- kenna nauðsyn iðnmenntunar, gert fag- lærða iðnaðarmenn að einhverskonar stéttafjendum verkafólks — og þar með skapað sjálf þann „uppmælingaaðal“ sem hún getur svo andskotast út í. Vitanlega gátu iðnaðarmenn ekki brugðist við nema á einn veg: Að efla eigin hagsmunasam- tök og tryggja sér með því móti eðlileg launakjör. Verkalýðsforystan sat þá eftir og nuddaði punginn með nöldur sitt eitt að vopni. Lengi vel virðast íslenskir kennarar hafa litið svo á að eðlilegt væri að ýmsir aðrir nytu heldur góðs af verkalýðsbar- áttu en þeir. Kreppuárin höfðu að sumu leyti skapað þeim dálitla sérstöðu og nokkur forréttindi — a.m.k. þeim sem komnir voru í fastar stöður og nutu þar með þeirra gæða sem vinnan var: Þeir þurftu ekki að óttast atvinnuleysi á sama hátt og aðrir launþegar og bjuggu við öryggi sem þeim var ljóst að aðra skorti. Þetta var mjög eðlilegur skilningur á málum, en virðist hafa leitt um áratuga- skeið til dálítið sérkennilegrar stéttavit- undar kennara sjálfra og furðulegs skiln- ingsleysis verkalýðsforystunnar. Við þetta bættist svo annað: Starf kennarans var lengi og er raunar enn greinilega hugsjónastarf, unnið af köllun og einhverskonar fórnarlund. Söguleg skýring liggur a.m.k. sumpart í augum uppi. í kennarastétt völdust einkum þeir alþýðumenn fslenskir sem sjálfa hafði þyrst eftir menntun, kannski jafnvel setið grátandi við götuna þegar skólasveinar héldu til Bessastaða. Þessir kennarar áttu þá ósk heitasta að allir gætu senn fengið að njóta menntunar sem þeir höfðu sjálfir farið á mis við, og þeir hikuðu ekki við að gegna kallinu og sinna kennslu fyrir laun sem ekki gátu hrokkið nema fyrir brýn- ustu nauðsynjum. Það voru þessir menn sem lögðu grundvöllinn að íslenskri al- þýðumenntun og þeim eigum við ógoldna skuld. En sú skuld verður ekki greidd með ríkjandi launastefnu íslenska ríkis- ins. Meira um það síðar. Með þennan arf á bakinu hafa grunn- skólakennarar innan BSRB staðið allt frá stofnun þeirra samtaka. Þótt þeir hafi verið einn fjölmennasti hópur ríkis- starfsmanna hafa þeir verið risi á brauð- fóturn, stéttavitund þeirra klofin á marga lund og samtakamáttur þeirra lítill eftir því. Skilningur forráðamanna BSRB hef- 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.