Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 2

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 2
yfirstéttarinnar á verkalýðshreytinguna. Stór þingmeirihluti Framsóknar og íhalds afnam með lögum verkfallsrétt verkalýðsfélaganna í eitt ár og bannaði með lögum að greiða verðlagsbætur á laun. Þessi réttindi hafði verkalýðs- hreyfingin áunnið sér í langri og þrotlausri baráttu. Undir því yfirskini að vera að lækka verðbólguna var kauþmáttur launa skertur um tæþan þriðjung á mjög skömmum tíma með því að halda kauþinu niðri, en hækka verð á vöru og þjónustu. Formaður Framsóknarflokksins, sem leikur forsætisráðherrahlutverk íhaldsins má varla vatni halda af monti yfir þessum árangri sínum að hafa lækkað verðbólguna með því að auka dýrtíðina. Sérstaka natni hefur Framsókn sýnt við að gæta þess að verðbætur sam- kvæmt lánskjaravísitölu yrðu greiddar á öll lán á þessu tímabili meðan launin voru lögfest, svo að samfara kjaraskerðingunni og minnkandi kauþmætti yrði séð fyrir eignaráni gagnvart launþegum, sem voguðu sér að byggja sér þak yfir höfuðið. Framsóknarflokkurinn hefur lagt blessun sína yfir athafnir íhaldsráðherr- anna við að selja eignarhluta ríkisins í atvinnufyrirtækjum, minnka samneysl- una og draga úr félagslegri þjónustu, auka erlendar skuldir landsmanna og oþna landið fyrir frjálsu erlendu fjármagni. Að maður nú ekki tali um samstöðu Framsóknar og íhalds í undirlægjuhætti gagnvart Alusuisse og í að auka hernaðarumsvif bandaríska hersins á íslandi. Svona mætti lengi telja, en stöðu þessara mála og þróun verður að skoða í réttu sögulegu samhengi. Mergurinn málsins er sá, að núverandi aftur- haldsstjórn hefur verið látið haldast það uppi að raska valdajafnvæginu milli stéttanna. Þetta hefur tekist með grófri misbeitingu ríkisvaldsins með óhugn- anlegum áróðursbrögðum og fyrir hik og sundurlyndi á vinstri væng stjórn- málanna. Og spurningin er: Hversu lengi á þetta að ganga svona? Ef hin trylltu öfl innan íslenskrar yfirstéttar fá að ráða ferðinni öllu lengur, er þess skammt að bíða, að sjálfstæður atvinnurekstur i höndum íslendinga sjálfra rými hér fyrir erlendu fjármagni í nýtingu auðlinda þjóðarinnar, að dýr- mæt félagsleg réttindi gufi uþp í „hlýju“ óheftrar gróðahyggju og að landið verði að bandarísku flugvélamóðurskipi í fremstu víglínu hershöfðingja atóm- sprengjunnar. Verkalýðshreyfingin og hinn pólitíski armur hennar, Alþýðubandalag- ið, verða nú að spyrna hart við fótum og stöðva þennan yfirgang hinna afturhverfu afla þjóðfélagsins, endurheimta áhrifavöld sín, reka þessa ríkisstjórn af höndum sér og reisa við merki manngildis, réttlætis, þjóð- frelsis og mannsæmandi lífskjara á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.