Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 22
ur líka verið með ólíkindum. Þar sýnist
hafa ráðið mestu sú hugmynd sem áður
var getið og gengur út frá því sem gefnu
að fólk sem menntast hafi til einhverra
starfa hljóti þar með að verða fjandi ann-
arra vinnandi stétta. Kennarar hafa því
orðið að berjast á mörgum vígstöðvum
senn. Kjarabaráttu hafa þeir háð gegn
ríkisvaldi sem með misþungri áherslu hef-
ur rekið erindi atvinnurekendaauðvalds,
árangurslítið hafa þeir mátt berjast fyrir
viðurkenningu á starfsheiti sínu — og þá
átt í höggi við kjörna fulltrúa valdsins, og
svo hafa þeir þurft að standa í harðvítug-
um slag við forystu eigin stéttarfélags!
Ekki einfaldaðist vígstaða kennara við
það að þcir voru lengi vel klofnir í smærri
deildir — vegna réttindamála. Þannig eru
ekki nema örfá ár síðan starfandi voru
fjögur allstór kennarafélög, tvö innan
BSRB og önnur tvö með aðild að BHM
og þess dæmi að kennarar við sama skóla
skiptust á a.m.k. þrjú þessara félaga! Sá
ágreiningur sem þessum klofningi olli
jafnaðist til muna við það að SIB (Sam-
band íslenskra barnakennara) og LSFK
(Landssamband framhaldsskólakennara)
sameinuðust í Kennarasamband Islands
(KÍ) og FHK (Félag háskólamenntaðra
kennara) og FM (Félag menntaskóla-
kennara) að sínu leyti í Hið íslenska
kennarafélag (HÍK) fyrir fám misserum.
Sá samruni félaga varð forsenda þess að
kennarar gætu smám saman farið að beita
sér sem eiginleg stétt innan heildarsam-
takanna BSRB og BHM.
Haustið ’84
Verkfall BSRB haustið 1984 varð mikil
prófraun fyrir þau launþegasamtök. Þau
lögðu þá fyrsta sinni út í alvarlegt
verkfall, fengu tækifæri til að láta reyna á
takmarkaðan verkfallsrétt sinn, og um
leið gafst einstökum aðildarfélögum færi
á að sýna hvers þau væru megnug. Ekki
er of fast að orði kveðið þótt sagt sé að
þáttur kennara hafi þá orðið dálítið sér-
stakur. Eins og áður er að vikið höfðu
margir með réttu litið á kennara sem ein-
hverskonar nútíma Hrungni, risann með
merarhjartað, þann sem ekkert gæti þegar
á hólminn kæmi. Nú fengu kennarar tæki-
færi til að sanna að svo má brýna deigt
járn að bíti.
Forsendurnar verða ekki skýrðar nema
hugsað sé til launastefnunnar sem ríkis-
stjórnir íslands hafa fylgt undanfarinn
áratug og vel það. Kjarni málsins þar hef-
ur verið sá að kjarasamningar við opin-
bera starfsmenn eru notaðir sem stjórn-
tæki og látnir leggja línur fyrir alla aðra
kjarasamninga. Þetta væri að vísu hugs-
anleg leið í miðstýringarsamfélagi, en
hún hefur reynst gersamlega ónothæf í
hinu íslenska þjóðfélagi vegna þess að
hún leiðir beint til misréttis. Hér verða
nefnilega ekki allir jafnir fyrir guði og
mönnum. Sum verkalýðsfélög hafa niiklu
betri aðstöðu en önnur til að knýja fram
greiðslur — sem einatt liggja þá utan um-
saminna taxta. Hér geta menn minnst
prentiðnaðarins, en harðvítugt verkfall
prentara á liðnu hausti leiddi raunar ekki
til neinna kjarabóta, einkanlega vegna
þess að prentarar voru fyrirfram yfirborg-
aðir á þann hátt að sundrað hefur stéttar-
félagi þeirra svo að segja í frumparta
sína. í stórum prentsmiðjum hér á höfuð-
borgarsvæðinu er það viðurkennt að eng-
inn starfsmaður viti hvað annar hefur í
laun: Að vísu er launaflokkurinn öllum
kunnur, en enginn veit hvaða yfirborgan-
ir berast. Um þvílíka tvöfeldni er ekki að
ræða innan ríkisgeirans nema í einstöku
tilvikum og stærstu hópar launafólks hjá
ríki og sveit eiga þess engan kost að
86