Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 40

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 40
greiðslum til barna og illa staddra mæðra. Þessi sjóður átti einnig að tryggja rekstr- argrundvöll dagvista, ráðgjafar- og heilsu- verndarstöðva, mæðraheimila o.fl. Síðar, er efnahagur landsins styrktist, átti þessi tryggingasjóður í enn víðtækari mæli að ná til barna og foreldra og án tillits til hjúskaparstöðu. Það er hægur vandi nú á dögum að sjá, að tillögur Kollontay fólu í sér meiri hátt- ar ávinninga, hefðu þær náð fram að ganga. Áætlaðar skattgreiðslur í þessu skyni voru bærilegar, en tryggðu nokkurt fé til að standa undir kostnaði við framfærslu barna, lífeyri til einstæðra mæðra, dag- vistir, stöðvar fyrir ráðgjöf og heilsu- vernd, mæðraheimili o.fl. Röksemdir Kollontay áttu litlu fylgi að fagna. Flokksforystan og fulltrúar ýmissa hópa lýstu því yfir, að þær væru einkum til þess fallnar að ýta undir lausung og ábyrgðarleysi, að fólk myndi (og þá eink- um karlmenn) sleppa fram af sér beislinu og ekki neita sér um neitt, sem tilheyrði léttúð og gjálífi. Það er fróðlegt, en þó öllu fremur átakanlegt, að sjá tilvitnanir í ummæli frá þessari tíð. Hér skulu nokkur tilfærð: „Á einstæð móðir að vera byrði fyrir samfélagið í heild?“, „Þegar stofnað er til barns, er faðirinn þó ekki nema einn, af hverju eiga þá aðrir að bera ábyrgð?“, „Móðirin verður að fá sína lexíu, hún hefur bara gott af því.“ Þeir, sem þannig gagnrýndu tillögur Kollontay, voru í raun að halda því fram, að réttarstöðu kvenna og öryggi barna væri einungis unnt að bæta með því að knýja karla sem einstaklinga til fjárhags- legra skuldbindinga. Kollontay var hins vegar þeirrar skoðunar, að hert ákvæði um framfærsluskyldu maka myndu ekki breyta neinu um viðhorf og siðferðismat karla. Henni var í mun, að konur og börn nytu verndar gegn karlmannlegu ofríki og ábyrgðarleysi, og hún vildi losa konur undan þeirri þvingun að vera fjárhagslega háðar karlmanni. Stéttabarátta — kvennabarátta Á dögum Alexöndru Kollontay lá ekki fyrir nein fastmótuð hugmyndafræði á vettvangi kvennabaráttunnar, þar sem frelsun kvenna og sósíalismi, sem gaf fyrirheit um nýja veröld, mættu tengjast með sannferðugum hætti. Því er að finna í lífsverki þessarar merku konu nokkurt ósamræmi og mótsagnir, sem henni tókst raunar aldrei að fá til að ganga upp. Annars vegar var marxísk greining á eðli stéttaþjóðfélagsins og aðaláherslan lögð á skipulögð samtök verkakvenna með skýrri stéttarlegri afmörkun gagn- vart kvennahreyfingum, sem konur úr öðrum stéttum stóðu að. Þar er ekki höfð uppi gagnrýni á fjölskylduskipan, fyrir- bærið hjónaband né heldur á áþján kon- unnar vegna forræðis og yfirráða karl- mannsins, og ekki tekið tillit til þeirrar sameiginlegu reynslu kvenna, að þær sæta kúgun sem kyn þvert á allar stéttaand- stæður. Með það viðhorf að leiðarljósi, að kvennabarátta er stéttabarátta, leggur Kollontay af stað, en hún átti eftir að þróa hugmyndir sínar lengra og eftir fleiri leiðum. Hins vegar voru svo borgaralegar hreyf- ingar femínista, sem einkum höfðu á stefnuskrá efnahagslegt jafnrétti kvenna á við karla, en höfðu einnig uppi andóf gegn kúgun kvenna innan allra stétta. Leitast var við að setja fram nýja kven- ímynd, sjálfsímynd óháðrar konu, efna- hagslega og í einkalífi. Þótt Kollontay hafnaði fyrst í stað hug- 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.