Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 1

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur 1985 — 2. hefti Þaö valdajafnvægi milli höfuðstétta íslensks samfélags, sem skapaðist upp úr síðustu heimsstyrjöld (eða frá 1942) setti mjög mark sitt á þróun þjóðfé- lagsins næstu áratugina. í krafti þess tókst að ná fram þýðingarmiklum fé- lagslegum réttindum alþýðu manna til handa. í skjóli þess tókst að stökkva fátæktinni á flótta með því að nýta hagvöxtinn á félagslegan og siðrænan hátt. Allt gekk þetta þó í bylgjum, barist var harkalega, sigrar og ósigrar skipt- ust á, en sífellt þokaðist í átt að aukinni velferð almennings. Á löngu árabili kristallaðist þetta valdajafnvægi í einstökum stórátökum stéttanna, og þeir at- burðir réðu framvindunni. Sósíalistaflokkurinn og Alþýðubandalagið á pólitíska vængnum og verka- lýðshreyfingin á hinu faglega sviði sýndu einatt þvílíkan styrk, að yfirstéttin — beitandi ríkisvaldinu á óskammfeilinn hátt — gat ekki brotið þessi öfl á bak aftur og ráðið ein framvindunni. Yfirstéttin studdist ýmist við Alþýðuflokkinn sem hækju í ríkisstjórn eða við Framsóknarflokkinn í hinum illræmdu „helm- ingaskiptastjórnum". En allt kom fyrir ekki, því að þarna var að mæta þeim þjóðfélagsöflum, sem sóttu styrk sinn í félagsleg viðhorf og félagslegar lausn- ir vandamálanna, réttlæti og jöfnuð meðal þegnanna og þjóðernisvitund og reisn gegn erlendri ásælni. Þetta sögulega samhengi ber að hafa í huga, þeg- ar virt eru störf, stefnumið og athafnir núverandi ríkisstjórnar og þegar hlut- verk Framsóknarflokksins er skoðað ofan í kjölinn. Yfirstéttin íslenska var orðin langþreytt á valdajafnvæginu og þeim afleið- ingum þess að geta ekki skakkað leikinn og brotið verkalýðshreyfinguna á bak aftur. Flún sækir hugmyndir til Thatchers og Reagans um frjálshyggju í baráttu sinni gegn félagslegum réttindum og samneyslu, og hefur hafið heilagt áróðursstríð, sem á engan sinn líka hér á landi, gegn félagshyggju og samhjálp. Árangur sá, sem hún hefur haft síðustu tvö árin byggist á því, að henni hef- ur tekist að spenna Framsóknarflokkinn fyrir vagn sinn. Er nöturlegt að sjá hvernig forysta Framsóknarflokksins hefur gersamlega gengið „leiftursókn- ar“-íhaldinu á hönd. . Framsóknarflokkurinn hefur gengið fram fyrir skjöldu og stjórnað árásum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.