Réttur


Réttur - 01.04.1985, Page 1

Réttur - 01.04.1985, Page 1
68. árgangur 1985 — 2. hefti Þaö valdajafnvægi milli höfuðstétta íslensks samfélags, sem skapaðist upp úr síðustu heimsstyrjöld (eða frá 1942) setti mjög mark sitt á þróun þjóðfé- lagsins næstu áratugina. í krafti þess tókst að ná fram þýðingarmiklum fé- lagslegum réttindum alþýðu manna til handa. í skjóli þess tókst að stökkva fátæktinni á flótta með því að nýta hagvöxtinn á félagslegan og siðrænan hátt. Allt gekk þetta þó í bylgjum, barist var harkalega, sigrar og ósigrar skipt- ust á, en sífellt þokaðist í átt að aukinni velferð almennings. Á löngu árabili kristallaðist þetta valdajafnvægi í einstökum stórátökum stéttanna, og þeir at- burðir réðu framvindunni. Sósíalistaflokkurinn og Alþýðubandalagið á pólitíska vængnum og verka- lýðshreyfingin á hinu faglega sviði sýndu einatt þvílíkan styrk, að yfirstéttin — beitandi ríkisvaldinu á óskammfeilinn hátt — gat ekki brotið þessi öfl á bak aftur og ráðið ein framvindunni. Yfirstéttin studdist ýmist við Alþýðuflokkinn sem hækju í ríkisstjórn eða við Framsóknarflokkinn í hinum illræmdu „helm- ingaskiptastjórnum". En allt kom fyrir ekki, því að þarna var að mæta þeim þjóðfélagsöflum, sem sóttu styrk sinn í félagsleg viðhorf og félagslegar lausn- ir vandamálanna, réttlæti og jöfnuð meðal þegnanna og þjóðernisvitund og reisn gegn erlendri ásælni. Þetta sögulega samhengi ber að hafa í huga, þeg- ar virt eru störf, stefnumið og athafnir núverandi ríkisstjórnar og þegar hlut- verk Framsóknarflokksins er skoðað ofan í kjölinn. Yfirstéttin íslenska var orðin langþreytt á valdajafnvæginu og þeim afleið- ingum þess að geta ekki skakkað leikinn og brotið verkalýðshreyfinguna á bak aftur. Flún sækir hugmyndir til Thatchers og Reagans um frjálshyggju í baráttu sinni gegn félagslegum réttindum og samneyslu, og hefur hafið heilagt áróðursstríð, sem á engan sinn líka hér á landi, gegn félagshyggju og samhjálp. Árangur sá, sem hún hefur haft síðustu tvö árin byggist á því, að henni hef- ur tekist að spenna Framsóknarflokkinn fyrir vagn sinn. Er nöturlegt að sjá hvernig forysta Framsóknarflokksins hefur gersamlega gengið „leiftursókn- ar“-íhaldinu á hönd. . Framsóknarflokkurinn hefur gengið fram fyrir skjöldu og stjórnað árásum

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.