Réttur


Réttur - 01.04.1985, Síða 33

Réttur - 01.04.1985, Síða 33
SOFFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR: Alexandra Kollontay Sendiherra byitingarinnar Nafn Alexöndru Kollontay er órjúfan- lega tengt októberbyltingunni í Rússlandi árið 1917, en þar var hún í framvarðar- sveit og löngum í eldlínunni. Eftir hana liggur mikið lífsverk og merkilegt allt frá því er hún hóf þátttöku í stjórnmálum á síðasta áratug 19. aldar og þar til hún lést um miðja 20. öld. Þekktust er hún nú á dögum fyrir bar- áttu sína og hugmyndir í kvenfrelsismál- um innan rússnesku byltingarhreyfingar- innar, og hvernig hún fyrir sitt leyti fylgdi eftir sigri bolsévíka meðan hennar tími stóð, en hann var skammur. Hún átti sæti * fyrstu ríkisstjórn bolsévíka og fór með félagsmál, velferðarmál milljóna þegna hins víðlenda ríkis, og var fyrsta konan í heiminum, sem gegndi ráðherraembætti. Málefni kvenna og barna voru alla tíð hennar forgangsmál, sem hún vann allt það, er hún mátti, af ríkum vitsmunum og heitum tilfinningum. Síðar varð hún sendiherra, einnig fyrst kvenna til að gegna slíku embætti á vettvangi utanríkis- þjónustu. Alexandra Kollontay var mikilvirkur rithöfundur. Hún setti saman bækur með ritgerðum um stjórnmál, hagfræðileg efni, félagsmál og kvenfrelsismál, samdi skáldsögur og smásögur, sem allar sýna, hver með sínu móti, hlutskipti og líf kvenna við margvíslegar aðstæður. Alexandra Kollontay var ákafur tals- maður verkamannaandstöðunnar innan flokks bolsévíka, en sú hreyfing kom upp um og eftir 1920, og hún varði af ástríðu- þunga málstað þeirra, sem að þeirri hreyfingu stóðu, ekki síst, þegar í odda skarst á flokksþingi 1921. Verkamannaandstaðan krafðist lýð- ræðislegrar stjórnunar fólksins sjálfs, valds verkalýðsins yfir framleiðslunni, at- vinnutækjunum, vinnustöðum og vinnu- tilhögun einmitt á þeim tíma, er miðstýr- ing var að færast í aukana, og sérfræð- ingavalds gætti í sívaxandi mæli. Þar sá Alexandra Kollontay óheillavænleg teikn á lofti. Hún gekk því til liðs við verka- mannaandstöðuna, beitti sér af venjulegu harðfylgi sínu og lenti í andstöðu við flokksforystuna með sjálfan Lenin í broddi fylkingar. Það var hlutskipti hennar að vera lengst af í pólitískum minnihluta, og þar átti hún einatt við öfluga andstæðinga að etja. Síðar, er hún var ofurliði borin, gaf hún alla flokkslega andstöðu upp á bátinn og var trúr og hollur málsvari Sovétstjórn- arinnar sem stjórnarfulltrúi í Mexíkó og Noregi og síðar sem sendiherra í Svíþjóð. Segja má með sanni, að margar af hug- myndum Alexöndru Kollontay hafi verið ótímabærar. Þær voru á undan samtíð hennar og bentu óralangt fram á við inn í framtíðina. Vafalaust var þetta henni ljóst að meira eða minna leyti, en hún 97

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.