Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 14

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 14
10-15 km hæð, jafnvel hærra ef bálið er umfangsmikið. Langmest af þessum reykjarögnum er minna með */iooo mm að þvermáli og þær taka ákaflega vel við sól- arhitanum, svo að hann kemst mjög trauðlega niður í reykjarmökkinn. Pær svífa líka afar lengi í loftinu ef það er þurrt, eins og er í heiðhvolfinu ofan við 15 km hæð. En úrkoma mun hins vegar skola verulegum hluta þeirra niður til jarðar úr neðri loftlögum á svo sem hálf- um mánuði. Þó gæti það brugðist ef vinda- far breytist verulega í framhaldi af þess- um ósköpum, en á því eru reyndar taldir talsverðir möguleikar. Sprengjuryk Ef sprengja er tendruð á yfirborði jarðar, myndast gífurlegur gígur og jarð- efni þeytast í loft upp sem fíngert ryk, um 100000 til 600000 tonn fyrir hvert megatonn. Ef sprengjan er stór, berst mest af þessu ryki upp í heiðhvolfið, yfir 15 km hæð og svífur þar mjög lengi. Sé sprengjan minni en 0,1 megatonn, nær rykmökkurinn lægra og skolast niður með úrkomu á fáum vikum. í 5000 megatonna stríði er reiknað með að um 1000 miljónir tonna af ryki þyrlist upp, mest upp í heiðhvolfið. Þetta er tí- falt á við gjóskumagn mestu eldgosa á síðari tímum, en flest bendir til að þau hafi valdið tímabundinni kælingu um 1°C. Mökkurinn breiöist út 1. mynd sýnir hvernig menn telja að sprengjumekkir mundu renna saman á fyrstu vikum eftir átökin, mynda fyrst samfelldan hjúp yfir norðurhveli, eftir svo sem tvær vikur, en breiðast síðan til suðurhvels. Eftir 5000 megatonna stríð yrði víða ekki meiri birta yfir hádaginn en eins og á tunglskinsnótt. Það er gífurleg breyting á vindafari, sem veldur því að mökkurinn breiðist svo hratt til suður- hvels. Fimbulkuldi Eins og áður var getið er það reykur- inn, sem á mestan þátt í þeirri kælingu, sem mökkurinn veldur við yfirborð jarðar. Dimm hitageislun frá jörðu á tiltölulega greiða leið upp í gegnum reykjarhjúpinn, en sólskinið kemst varla nema rétt niður í efstu lög hans. Rykið er ekki nærri eins áhrifamikið að þessu leyti í fyrstu, en hins vegar svífur það miklu lengur af því að það berst hærra en reykurinn. Jafnvel eft- ir eitt ár hafa áhrif þess ekki nema helm- ingast eftir 5000 megatonna stríð. Þó að í flestum þessara dæma sé kæl- ingin 20-25 stig yfir meginlöndum á fáum vikum, þá er hún margfalt minni yfir hlýrri höfum, varla nema fáar gráður. Or- sökin er það geysimikla hitamagn, sem í hafinu er fólgið og streymir án afláts upp að yfirborðinu, af því að kældi sjórinn sekkur vegna þyngdar sinnar. Þetta á hins vegar ekki við þar sem hafísar eru nálægir því að þar er tiltölulega saltlítið lag efst í sjónum, og það er svo létt í sér að það nær ekki að sökkva vegna kælingar niður í saltari og þyngri sjó. Það er þetta sem veldur því að í miklum frostavetrum breiðist hafísinn norður af íslandi mjög suður á bóginn. Að þessu verður vikið síðar í þessari grein. Ýmsir hafa talið mögulegt, að þessi gíf- urlega kæling af kjarnorkustríði gæti komið af stað ísöld, en heldur er það þó talið ólíklegt. Útfjólublá geislun Það er nú almennt viðurkennt að þau köfnunarefnisoxíð, sem myndast við 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.