Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 52

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 52
Hinsvegar átti Bretland hauk í horni þar sem Roosevelt Bandaríkjaforseti var, sem reyndi með öllum ráðum að styðja Breta, þótt bandaríska afturhaldið væri á móti því. Það vildi ekki dragast inn í stríðið ( — bara græða á því — ). (Truman, síðar forseti sagði í viðtali eftir að nasistar höfðu ráðist á Sovétríkin, að best væri að bíða og sjá hvor ætlaði að verða undir og aðstoða þá viðkomandi!) — Það var Japan, sem hjálpaði Roosevelt til að láta Bandaríkin fara af fullum krafti í stríðið með því að ráðast á flotahöfn þeirra hina miklu: Pearl Harbour 7. des. 1941. II Ákvörðun Hitlers að ráðast á Sovétrík- in var tekin 29. júlí 1940, samþykkt í her- ráði nasista 18. des. 1940. Síðara misseri 1940 og fyrri hluta ársins 1941 fóru í það fyrir nasistaherinn að leggja undir sig Balkanskagann og eyna Krít. Mótspyrna Júgóslava o.fl. tafði fyrir nasistum svo á- rásin á Sovétríkin hófst ekki fyrr en 22. júní 1941, þó nokkru síðar en ráðgert hafði verið. Það var fjölmennasti her, sem beitt hafði verið nokkru sinni í Evrópu, — 3 milljónir hermanna —, sem réðst nú á Sovétríkin. Hitler reiknaði með því að hertaka Leningrad, Moskvu og Ukrainu á 8 vikum. Rauði herinn var óviðbúinn árásinni svona fljótt. Stalín hafði ekki skeytt þeim viðvörunum, er hann hafði fengið, svo fyrstu vikurnar komust nasistar alllangt. En brátt tók rauði herinn við sér og rúss- neski veturinn kom snemma. En áætlanir Hitlers fóru strax út um þúfur. Hann hafði ætlað sér að þurrka tafarlaust út rauða herinn! Um miðjan október 1941 var nasista- herinn kominn nærri Moskvu. En lengra komst hann ekki. 7. nóv. fóru rauðu her- deildirnar um Rauða torgið sem forðum á byltingardaginn og síðan beint út í bar- dagann. 6. des. var gagnsóknin hafin frá Moskvu undir stjórn Zhukovs hershöfð- ingja og nasistaherinn hrakinn til baka. Trúin á ósigranleika þýska hersins var brotin á bak aftur. En fórnir Sovétríkjanna voru ægilegar. Leningrad var umkringd að mestu 3. september 1941. 3-4000 manns dóu þar úr hungri á degi hverjum fyrsta veturinn. í 900 daga stóð umsátrið, látlaus skothríð á sveltandi borg. í janúar 1944 varð þýski herinn að halda frá Leningrad. En milli 470 þúsund og einnar milljónar manna, kvenna og barna höfðu þá látið lífið í Leningrad, — tölum ber ekki saman. Lengst komst nasistaherinn suður frá, er hann hertók Ukrainu og komst 13. sept. 1942 að Stalingrad. Chuikov hers- höfðingi stjórnaði vörninni í borginni, en í september var Zhukov fengin yfirstjórn víglínunnar þar. Vörn Stalingrad er heimsfræg orðin. Heyrum orð nasista-herdeildarforingja um ástandið: „Strætin verða ekki lengur mæld í metrum heldur í líkum... Stalin- grad er ekki lengur borg. Að deginum til er hún eldhaf, blindandi reykur, eins og gríðarstór ofn lýstur upp öðru hvoru af logunum. Og þegar nóttin kemur, þessar logandi, brennandi, blæðandi nætur, kasta hundar sér í Volgu til að synda yfir til árbakkans hinumegin. Nætur í Stalin- grad eru þeim kvalræði, dýrin flýja þetta víti, hörðustu steinar þola það ekki lengi — aðeins menn halda þetta út.“ 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.