Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 34

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 34
Alexandra Kollontay 5 ára benti ætíð á nauðsyn þess að setja upp langtímamarkmið og missa ekki sjónar á þeim í hita dagsins. Hún lagði einatt áherslu á það, að ekki mætti staðnæmast við tilslakanir, sem gerðar væru af illri nauðsyn, heldur bæri að halda yfirsýn og skapa vitund meðal fólksins um nauðsyn á breytingum og umbyltingum, þótt þær væru ekki endilega framkvæmaniegar þá þegar og sumar etv. langt undan. Alex- andra Kollontay lifir á þeim tíma, er Sovétríkin standa frammi fyrir knýjandi nauðsyn á að iðnvæðast. Sú þróun var ekki tekin út með sældinni, heldur var róinn lífróður, sem leiddi af sér hvers kyns þvinganir og kúgun, og hindraði lýð- ræðislega stjórnun og þátttöku verkalýðs í ákvörðunum innan atvinnulífs og stjórn- sýslu Kollontay sá fyrir sér sósíalismann sem nýtt líf og nýja sambýlishætti, önnur við- horf til vinnunnar og til annarra manna en um var að ræða við kapítalíska skipan, þ.e. einfaldlega nýtt siðgæði. Æ ofan í æ bendir hún á samhengið milli þjóðfélagskerfis og þeirrar mann- gerðar, sem það elur af sér. Hún telur að nýtt þjóðfélag megni þeir aldrei að skapa, sem alteknir séu af hugsunarhætti og venjum liðins tíma, að mennirnir breyt- ist aðeins fyrir eigin, lifaða reynslu, og skólun ein sér nægi þar ekki, svo og að frelsun kvenna hljóti óhjákvæmilega að vera einn meginþátturinn í uppbyggingu sósíalismans. Hún segir á þessa leið: „bað er mögulegt að vinna styrjöld í krafti fyrirskipana og aga, en þannig er óhugs- andi að byggja upp sósíalisma. Hann kemst ekki á með tilskipunum, heldur með stöðugri sókn fram á við, ásamt mis- tökum, en umfram allt verður þar að vera að verki það skapandi frumkvæði og afl, sem býr í verkalýðsstéttinni sjálfri.“ Ákall um lýðræði og dreifingu valds Verkamannaandstaðan (1920-22) sam- anstóð af ákveðnum hópi meðlima í verkalýðsfélögum og kommúnistaflokkn- um, sem upprunnir voru úr verkalýðs- stétt, en vinstriandstaðan svonefnda byggðist einkum á menntamönnum. Verkamannaandstaðan krafðist meira sjálfstæðis og valds til handa verkalýðsfé- lögunum í samræmi við hlutverk verka- lýðsstéttarinnar sem nýs, framsækins þjóðfélagsafls, og hún taldi það varhuga- verða þróun, að valdið safnaðist sam- an innan flokksins með tilheyrandi skrif- finnsku og skrifræði. Pá varaði þessi hreyfing við því, að í stað verkamanna hefðu sérfræðingar í ýmsum greinum fengið yfirráð yfir framleiðslu, vinnu- stöðum og vinnutilhögun og að sjálf- stætt frumkvæði verkalýðsfélaganna væri hindrað. Hún krafðist aukins lýðræðis og 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.