Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 26
sín hjá ríkinu og hinna sem almennur
vinnumarkaður greiddi þeim. Nú hugðust
kennarar grípa til örþrifaráða ef þau
mættu verða til þess að opna augu
manná.
Kennarar innan BHM-R hafa ekki
verkfallsrétt, þar sem samtökin höfnuðu
þeim takmarkaða rétti sem boðinn var
um leið og BSRB fékk verkfallsrétt um
launaliði samninga. Taldi meirihluti há-
skólamanna þá að svo takmarkaður verk-
fallsréttur dygði skammt og vægi ekki upp
á móti réttindum sem tapast kynnu á
móti. Um þetta má vissulega deila, en
þannig stóðu mál 1984. Eina leið sem
kennurum í HÍK stóð opin var uppsagna-
leiðin — og á haustmánuðum 1984 var
orðið Ijóst að verulegur meirihluti
kennara í HÍK var reiðubúinn að fara þá
leið. Var uppsögnum safnað og þær af-
hentar menntamálaráðherra fyrsta dag
desembermánaðar 1984, enda gert ráð
fyrir þriggja mánaða uppsagnarfresti og
yrðu menn þá lausir úr störfum sama dag
og kjarasamningar væru lausir.
Því er lögð á þetta áhersla hér að nauð-
synlegt er að menn geri sér ljóst að ríkis-
stjórnin hafði langan frest til að vinna að
kjarabótum kennurum til handa. Hver
sem skilja vildi gat gert sér ljóst þegar um
mitt sumar 1984 að til neyðarástands
kæmi í framhaldsskólum hinn fyrsta
mars, ef ekkert yrði að gert. Kennarar
veittu þannig langan frest og lögðu sig
fram um að gera stjórn landsins Ijóst að
nú þýddi ekki að sitja með hendur í
skauti. En þessi skilaboð komust greini-
lega ekki til réttra aðila. Allt haustið
sýndu stjórnvöld vítavert kæruleysi í mál-
efnurri skólanna. í verkfalli BSRB lék
ríkisstjórn íslands sér m.a.s. að því að
láta framhaldsskólana lokast um nokkurt
skeið (minnst viku) vegna stífni sinnar
einnar, þegar neitað var að leita til verk-
fallsnefndar BSRB um undanþágu fyrir
húsverði. Var þó fordæmi fyrir því úr
fyrri kjaradeilu BSRB að þessi leið væri
farin. En metnaður stjórnarinnar var
meiri en svo að hún gæti í þessu máli
brotið odd af oflæti sínu.
Það var fyrst þegar komið var langt
fram í desember að menntamálaráðherra
sýndi lit á að beita sér á einhvern hátt í
málefnum kennara. Fram kom frumvarp
til laga um löggildingu á starfsheitinu
kennari. Öllum má ljóst vera að kjarabar-
átta stéttar sem ekki nýtur einu sinni þess
réttar að búa við löggilt starfsheiti hlýtur
alltaf að vera erfið. Áður en stjórnar-
frumvarp um þetta mál kom fram höfðu
raunar einstakir þingmenn úr stjórnar-
andstöðu riðið á vaðið og lagt fram frum-
varp um sama efni til þess að knýja á um
aðgerðir. Nú þegar þetta er ritað er ljóst
að ekkert verður til þess gert á þessu
þingi að fá frumvarpið samþykkt.
Þá skipaði menntamálaráðherra starfs-
hóp til þess að gera úttekt á því mati á
kennarastarfinu sem lagt hefur verið til
grundvallar í kjarasamningum. Við þenn-
an starfshóp bundu kennarar miklar
vonir, enda höfðu þeir haldið því fram
um langt skeið að öil röðun þeirra í
launaflokka væri byggð á misskilningi á
starfinu. Ráðherra tók og mjög í þann
sama streng og ræddi oftlega um hver
áhersla væri lögð á að flýta þessu starfi og
myndi niðurstaðan gerbreyta stöðu kenn-
ara til samninga. í starfshópnum sátu
kennarar og starfsmenn ráðuneytisins.
Enginn þeirra fékk leyfi frá öðrum störf-
um til að ljúka þessu, heldur var úttektin
öll unnin í aukavinnu og þá um kvöld og
helgar. Þrátt fyrir þau fráleitu vinnuskil-
yrði tókst hópnum að ljúka greinargerð
sinni fyrir 1. mars, en áður liafði raunar