Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 43

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 43
Frá þingi II. Alþjóðasambandsins í Kaupmannahöfn 1910. Fremst á myndinni takast í hendur Alexandra Koll- ontay (hvítklædd) og Luela Twinning frá Bandaríkjunum sem tákn uni alþjóðlega samstöðu. (Myndin er tekin á tröppunum við baðhótel í Skodsborg.) gagngerum breytingum. Hún taldi ástina vera sameinandi afl og félagslega mikil- vægt, sem auögaði mannlegt reynslusvið og gæfi tilfinningalífi nýjar víddir. Hún taldi, að engin bylting næði fullu máli, nema hún tæki einnig til samskipta kynj- anna og sambýlisforma. Enn í dag eru orð Alexöndru Kollontay i fullu gildi og eiga við okkur erindi. Alexandra Kollontay fæddist í St. Pétursborg árið 1872. Faðirinn var hershöfðingi af úkraínskri aðals- ætý, en móðirin var af finnskum ættum Arið 1898 fór hún til Sviss þar sem hún stundaði um tíma háskólanám í hagfræði. Þá var hún þegar virkur þátttakandi í byltingarhreyfingunni. Á næstu arum lagði hún stund á ritstörf, gaf út margar bækur og bæklinga um stjórnmálaleg efni jafnframt því sem hún starfaði mikið innan verkalýðsfélaga, eink- um meðal verkakvenna. Árið 1908 varð hún að yfirgefa Rússland, því að fangelsun vofði yfir henni, og skall hurð nærri hælum. Hún var í útlegð næstu níu árin og dvaldist í ýmsum Evrópulöndum m.a. á Norðurlöndum. Einnig fór hún tvær fyrirlestraferðir til Bandaríkj- anna. Eftir febrúarbyltinguna í Rússlandi árið 1917 sneri hún aftur heim. Hún var handtekin í júlí sam- kvæmt skipun Kerensky, en látin laus, þegar Maxim Gorki lagði fram hátt lausnargjald fyrir hana. Árið 1917 tók hún sæti í fyrstu ríkisstjórn bolsé- víka og fór með félagsmál fram til ársins 1918, er hún lét af því embætti. Talið er, að andstaða hennar við Brest-Litovsk friðarsamningana hafi átt sinn þátt í því. Á þessum árum gaf hún einnig út margar bækur. 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.