Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 59
áfram sleitulaust og nýtt áhugafólk gerð-
ist virkt: Á fundi A.S.V. 6. maí tala þau
Erling Ellingsen og Katrín Pálsdóttir og
Steinn Steinar las upp. — Þannig mætti
telja upp endalaust. — Síðarihluta árs
1933 skreptist svo baráttan gegn nasism-
anum og fundarhöldin í því sambandi.
Var ekki síst 9. nóv. 1933 sögulegur í
því samhengi, er tveir góðir ungir félagar
skáru niður hakakrossfánann á þýsku
skipi og komust undan með hann. Hóf
lögreglan nú mikla leit að „sökudólgun-
um“ og fánanum. Leitaði hún m.a. í
Bröttugötu, en þar höfðum við falið fé-
lagana tvo í gamla sýningarklefanum, en
lögreglan var svo kurteis að leita ekki
þar. K.F.Í. hélt opinn fund í Bröttugötu-
salnum um kvöldið og þar sýndi ég haka-
krossfánann og er nánar sagt frá öllum
þessum atburðum í „ísland í skugga
heimsvaldastefnunnar, bls. 71-72.
Þau rúm þrjú ár, sem K.F.Í. var í Bröttu-
götunni, voru honum dýrmæt reynsluár.
Honum tókst með fyrirlestrum, leshring-
um og umræðum að þroska andlega vax-
andi fjölda, er um leið efldist að þrótti og
forustuhæfni með virkri þátttöku í hinni
hörðu stéttabaráttu þessara ára, einhverri
harðvítugustu stéttabaráttu íslandssög-
unnar. Þannig tók að mótast og magnast
það mannval, sem átti eftir að móta ís-
landssöguna, er mest reið á. Bestu skáld
°g menntamenn þjóðarinnar voru að
koma til liðs við flokkinn á þessum árum.
Auglýsingin um fund í Bröttugötusalnum
28. okt. 1934 til stuðnings baráttunnar
fyrir frelsi Thálmanns og votta uppreisn-
inni á Spáni stuðning, er táknræn í þess-
um efnum:
Þar syngur Karlakór verkamanna, er
skólast hefur undir stjórn Hallgríms Juk-
obssonar, Brynjólfur og Krístinn E. And-
résson flytja ræður og Jóhannes úr
Kötlum les upp kvæði.
Tókst fundurinn með ágætum.
Barátta flokksins fyrir víðfeðma sam-
fylkingu tekur að bera æ meiri ávöxt, eins
og best kom fram í hinni voldugu kröfu-
göngu samfylkingarinnar 1. maí 1935.
Kvöldið fyrir, þann 30. apríl var voldugur
fundur í Iðnó, þar sem Karlakórinn söng,
leikhópar sýndu smáleik, þeir Eðvarð
Sigurðsson og Einar Olgeirsson fluttu
ræður, Kristinn Andrésson erindi og Hall-
dór Kiljan Laxnes las upp.
Daginn eftir átti svo Halldór að lesa
upp hjá Alþýðuflokknum og las „Þórð
gamla halta“ en var stöðvaður í miðri
sögu af framkvæmdastjóra flokksins.
leiddur niður af pallinum og út. Hann
hafði minnst á samfylkingu verkamanna.
En „Róttæka stúdentafélagið“ undir for-
ustu Björns Sigurðssonar, síðar okkar
mikla vísindamanns er varð forstjóri að
Keldum, fékk Halldór til að lesa „Þórð
gamla halta“ — og tvífyllti Nýja Bíó.
Kommúnistar höfðu með samfylkingu
tekið forustuna í því félagi, er síöan fékk
meirihluta í stúdentaráði um haustið og
fékk Halldór þá til að flytja aðairæðuna
1. des., er útvarpað var og varð sögulegur
atburður.
K.F.Í. flutti úr Bröttugötu sumarið
1935. En stefna hans, samfylkingin, var
þá að byrja sigurför sína í verkalýðshreyf-
ingunni og sósíalisminn að hefja bók-
menntir íslands upp á nýtt og hærra stig.
Þau öfl voru að mótast og sameinast, sem
eftir eldskírn afturhaldsárása áttu eftir að
sigra fátækt Islands og íhaldsöfl þess 1942
og móta þá frelsishreyfingu, er háði í upp-
hafi vopnlausa stríðið við heimsvalda-
stefnu ameríska auðvaldsins, er ráðist var
til atlögu við sjálfstæði og tilveru þjóðar-
innar. E.O.
123