Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 58
sögufrægur salur í íslenskum stjórnmál-
um og sérstaklega í stéttabaráttunni.
Hann var vissulega notaður til fulls.
Þarna hélt ýmist K.F.Í. eða fjöldi þeirra
samtaka og nefnda, er með honum störf-
uðu fundi sína. Fundir K.F.Í. voru stund-
um lokaðir flokksfundir, en oft líka út-
breiðslufundir, venjulega vel sóttir, þar
sem markmið sósíalismans og bardagaað-
ferðirnar voru útskýrðar í ræðum.
Og önnur samtök létu ekki sitt ettir
liggja. A.S.V. (Alþjóðasamhjálp verka-
lýðsins) og Ungherjadeild þess notuðu
salinn oft, svo og nefndir þær, sem geng-
ust fyrir samfylkingu gegn fasisma, bar-
áttu gegn atvinnuleysi o.s.frv.
Þarna var haldinn fundur K.F.Í., 30.
júní 1932: „Opinber mótmælafundur
gégn kaupkúgun, atvinnuleysi og ríkis-
stjórn auðvaldsins“, sá, er undirbjó að-
gerðirnar 7. júlí og voru þar auglýstir
ræðumenn: Guðjón Benediktsson, Gunn-
ar Benediktsson, Haukur Björnsson, Ein-
ar Olgeirsson o.fl. — 5. júlí segir í Verk-
lýðsblaðinu frá fundinum: þar töluðu auk
hinna auglýstu þeir Rósenkrans ívarsson j
og Stefán Pétursson, húsið var troðfullt og
14 nýir félagar gengu þá í K.F.Í. — Og að
kvöldi 7. júlí, hafði F.U.K. auglýst opin- |
beran verkalýðsfund í Bröttugötusalnum.
— En atburðirnir leiddu til fjöldafunda
viÖ Arnarhvol og síðan almenns verka-
lýðsfundar við Kalkofnsveg, þar sem m.a.
var tekin ákvörðunin um að stofna
,jVarnarlið verkalýðsins“ — og voru yfir
2Ó00 manns á útifundinum og síðan farið
í kröfugöngu, — yfir 1000 manns — og
Svo skráð inn í Varnarlið verkalýðsins.
Leshringir um málefni sósíalismans og
þaráttu hinnar líðandi stundar voru
h'áldnir í litla salnum, en í Bröttugötu-
Salnum voru tíðir útbreiðslufundir. Skal
efni eins þeirra tilfært sem dæmi um
starfsemina:
Á útbreiðslufundinum 22. sept. 1932
voru ræðumenn og ræðuefnið svohljóð-
andi:
„Brynjólfur Bjarnason: Hversvegna
býður Kommúnistaflokkurinn fram til
þings?
Guðjón Benediktsson: Barátta at-
vinnuley singj annna.
Einar Olgeirsson: Hvað bíður Reykja-
víkur?
Stefán Pétursson: Sökudólgurinn í
dómsmálaráðuneytinu og réttarfarið •
landinu.“
Bröttugötusalurinn var vissulega not-
aður til hins ýtrasta. En á laugardögum
var venjulega skemmtun eða dansleikur
og aðgangur seldur, til þess að ná fé upp
í kostnaðinn við húsið.
1. 2. og 3. desember voru t.d. 3 fundir,
hver sitt kvöldið: F.U.K. 1. des., —
A.S.V. 2. des. og Stjórn Varnarliðsins og
atvinnuleysingjanefndir 3. des.
Og það voru ekki aðeins verkamenn,
sem sóttu þessa fundi, — atvinnuleysingj-
ar voru í ágúst 1932 skráðir yfir 1300, —
heldur sóttu og skólanemendur og stúd-
entar fundi þessa vel, svo og fleiri mennta-
menn, er heyra vildu skilgreiningar marx-
ista á kreppunni og atvinnuleysinu. F*að
mætti lýsa í það endalausa allri útbreiðslu-
og uppeldisstarfsemi K.F.Í. þar í Bröttu-
götusalnum.
14. mars 1933 var Marx-minning, (50 ár
liðin frá dauða Karls Marx) og þeir töl-
uðu þar Stefán Pétursson, Haukur Por-
leifsson og Brynjólfur Bjarnason. —
F.U.K. og K.F.Í. voru með sameiginleg;-
an fund 16. mars og 17. mars var K.F.Í-
með almennan verkalýðsfund, þar sem
bæði Novu-deilan á Akureyri, stöðvun at-
vinnubótavinnunnar og ríkislögreglan
voru til umræðu. — Og þannig var haldið
122