Réttur


Réttur - 01.04.1985, Side 37

Réttur - 01.04.1985, Side 37
Alexandra með Dybenko og fjöl- skyldu hans í Ukraine 1919 'Tieðal kvenna, fá þær til að gerast virkir Þátttakendur í alhliða uppbyggingu, veita Þeirn pólitíska og félagslega þjálfun og skólun, auka þekkingu þeirra og sjálfs- traust, kenna þeim að standa vörð um e>gin réttindamál og tryggja það, að hags- munamál kvenna og barna sætu ekki á hakanum. Genotdel starfaði til ársins '^29, er samtökin voru lögð niður. Kollontay beitti sér alla tíð fyrir skipu- *egu starfi meðal kvenna, taldi þessa Kvennafyikingu sérlega mikilvæga, og Ve‘tti henni forstöðu um tíma. Á þessum jírum var lögð sterk áhersla á beina efna- hagslega nauðsyn þess að losa konurnar ra þrældómnum innan heimilanna og fá Þær sem vinnuafl út í atvinnulífið. Þjóðin varð að iðnvæðast og auka framleiðslu Slna' Jafnframt varð að tryggja rétt r^æðra og barna, bæta heilbrigðisástand og heilsugæslu og minnka dánartölu barna, sem var uggvænlega há. Talið var mikil- vægt, að þjóðinni fjölgaði. Kollontay benti alla tíð á fleiri grund- vallaratriði en þau efnalegu. Hún taldi, að fjölskyldan í sinni hefðbundnu mynd fæli í sér fastskorðað kúgunarmunstur, sem tryggði karlmanninum forræði og yfirráð yfir lífi konunnar. Stofnunin fjöl- skylda væri til þess fallin að standa vörð um viðhorf og gildismat fyrri tíðar, og meðan fjölskyldan í hinni borgaralegu mynd væri við lýði, gæti ekki verið um að ræða raunverulega félagslega frelsun kvenna eða jafnrétti. Hún benti marg- sinnis á þá staðreynd, að yfirstéttin gerði sér það vel ljóst, að hefðbundin fjöl- skylda, með karlmanninn sem ráðandi fyrirvinnu og konuna sem ambátt, væri eitt áhrifaríkasta vopnið gegn þeirri 101

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.