Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 28

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 28
ara. Er vandséö hvernig hvort tveggja gengur upp í einu. Hvernig sem litið er á framlengingar- réttinn var alveg ljóst að framlenging svo seint fram komin myndi til þess eins fallin að hleypa illu blóði í kennara sem beðið höfðu óþreyjufullir mánuðum saman eftir einhverjum raunhæfum viðræðum um kaup og kjör. Hins vegar er jafnóhætt að fullyrða að tilmæli frá menntamálaráð- herra um að frestað yrði útgöngu, t.d. um hálfan mánuð, hefðu mælst vel fyrir hjá kennurum. Skilaboðum þar að lútandi var komið til ráðherra en þeim ekki sinnt. Varð þá þegar — og ekki síður er á deil- una leið — ljóst að hér yrði farið fram með fullri hörku og óbilgirni. Pótti kenn- urum kátlegt á að heyra allar yfirlýsingar ráðamanna um að þeir tryðu ekki að svona góðir kennarar myndu bregðast svona góðum nemendum. Á fjölmennum fundi uppsagnarmanna í HÍK höldnum í Menntaskólanum við Hamrahlíð 28. febrúar 1985 leit umtals- verður hluti félagsstjórnar enn svo á að fara bæri leið viðræðna og samráðs og lagði fram tillögu sem fól í sér frestun að- gerða a.m.k. um sinn. Yfirgnæfandi meiri- hluti fundarmanna leit hins vegar svo á að nú yrðu kennarar að sýna að þeim væri al- vara, hingað til hefði hótunum þeirra enginn gaumur verið gefinn, fjármála- ráðuneyti raunar lýst því óbeint yfir með tilboðum sínum snautlegum að þar á bæ væri ekkert gert með niðurstöður starfs- hópsins sem nefndur var áðan. Væri því eftir engu að bíða og eðlilegt að ganga þegar úr störfum eins og lýst hefði verið yfir með uppsögnum. Varð enda sú niðurstaða fundarins. Hér er hvorki staður né stund til að rekja sögu næstu vikna frá degi til dags. Athyglisverður var sá harkalegi andbyr sem kröfur kennara mættu í ráðuneytum þeim sem með málið fara. Er það reyndar meðal þeirra atriða sem skapa íslenskum skólum sífellt vanda að eitt ráðuneyti skuli fara með fagmál skólanna, en annað með fjármál. Milli þessara ráðuneyta get- ur orðið verulegur ágreiningur og fjár- málaráðuneytið er oft kallað „yfirráðu- neytið“ í munni skólamanna. Þannig ger- ist það t.d. æ ofan í æ að „kvótar“ þeir sem fjármálaráðuneyti setur skólastarfi stangast á við reglur sem menntamála- ráðuneyti hefur samið um starf skólanna. Ræður þá fjármálaráðuneytið jafnan. Pessi aðgreining gerir mjög erfitt um vik tyrir kjarasamninga, því engum heilvita manni getur dottið í hug að unnt sé að greina milli faglegrar og kjaralegrar hlið- ar á starfinu svo heil brú verði í. Faglegar framfarir innan skólanna standa í beinu hlutfalli við kjör kennara og allan ytri búnað stofnananna. Verður það væntan- lega eitt brýnasta hagsmunamál kennara í framtíðinni að ráða bót á þessum tví- skinnungi ríkisvaldsins, ekki síst þegar reynsla úr kennaradeilunum nú hefur ótví- rætt sannað að ríkisvaldið beitir verka- skiptingunni ódulbúið til þess að eitt ráðuneyti geti skotið sér á bak við annað. Gekk það meira að segja svo langt að fjármálaráðherra reyndi að koma allri ábyrgð yfir á samninganefnd ríkisins — rétt eins og yfirmaður hennar væri ekki fjármálaráðherra! Enn erfiðari varð hrá- skinnaleikurinn að þessu sinni vegna ágreinings innan ríkisstjórnarinnar. Snemma í mars hófust bæði formlegar og óformlegar viðræður við forsætisráðherra og kom skýrt fram í þeim viðræðum að hann leit alltöðrum augum á silfrið en samráðherrar hans í mennta- og fjármála- ráðuneytum. Pessi ágreiningur varð undir lok deilunnar að guðdómlegum ærslalcik 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.