Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 38

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 38
verkalýðsstétt, sem vildi hrista af sér okið. Miklar vonir voru bundnar við starf- semi Genotdel, en raunar stóðu deilur alla heilu tíðina um hlutverk og tilverurétt sam- takanna. Flokksforystan þ.e. karlaveldið taldi að hlutverk Genotdel væri að ná til kvenna fyrst og fremst í því skyni að virkja þær til starfa innan flokksins og auka þátttöku þeirra í atvinnulífinu. For- ystan vildi beina starfi Genotdel í fastan flokkslegan farveg og hvatti ekki til neins frumkvæðis, en hneigðist fremur að því að gefa fyrirmæli. Kynjamisréttið, sem ríkti á öllum þrepum flokkspýramídans, kom í veg fyrir að Genotdel festist í sessi og lagði hömlur á sjálfstæðisviðleitni hreyfingarinnar. Kollontay og aðrir frumkvöðlar að stofnun Genotdel gerðu sér vonir um miklu víðtækara umboð til handa kvenna- fylkingunni. Þær vildu að hún yrði vett- vangur sjálfstæðs frumkvæðis kvennanna, sem tækju sín mál í eigin hendur og berð- ust fyrir eigin réttindum og hagsmunum. Fær töldu að jafnrétti kæmist aldrei á með tilskipunum einum saman og þröngt afmörkuð fyrirmæli væru dragbítur á fram- farir. Genotdel átti ekki aðeins við póli- tíska andstöðu að etja, en hafði einnig laklega starfsaðstöðu og skorti fjármuni. Samtökin áttu því fullt í fangi með að sinna þeim verkefnum, sem þeim voru þó falin af flokknum. Þrátt fyrir þetta tókst að starfrækja deildir kvennafylkingarinnar vítt og breitt um landið og fá fjölmargar konur til starfa innan flokks og stjórnkerfis. Mannlegt félag á öll börn Árið 1925 kom fram frumvarp um breytingar á lögum frá 1918 um fjöl- skyldumál og hjúskap, en sýnt þótti, að endurbóta var þörf. Eitt meginatriði frumvarpsins var að festa í sessi formleg- an hjúskap svo og að herða á ákvæðum um skyldu vegna framfærslu maka og barna. Á þessum tíma var Kollontay erlendis, komin til starfa í utanríkisþjónustunni og hafði látið af opinni andstöðu við stefnu Sovétstjórnarinnar, en nú gat hún ekki á sér setið, enda höfðu þessi mál verið snar þáttur í lífsstarfi hennar. Þetta var í síðasta skipti, sem hún reyndi að hafa opinber afskipti af innan- ríkismálum í Sovétríkjunum. Hún áleit að sú leið, sem Sovétstjórnin hugðist fara væri hvorttveggja í senn illframkvæman- leg og ekki réttlætanlegt skref aftur á bak til hefðbundinna forma um hjúskap, ein- mitt þegar mest reið á, að reynt væri að feta sig áfram til nýrra lífshátta varðandi samlíf kynjanna. Margir karlar, sem kvænst höfðu oftar en einu sinni eða skipt um sambýliskonu, voru fjárhagslega svo illa á vegi staddir, að lífeyrisgreiðslur voru þeim ofviða, en skilnaður hafði verið auðsótt mál sam- kvæmt lögunum frá 1918. Einnig reyndist örðugt að ná til margra þeirra, sem þó höfðu fjárhagslegt bolnragn. Kollontay hélt því ævinlega fram, að samfélaginu í heild bæri ábyrgð á fram- færslu barna og öryggi þeirra í uppvextin- um. Slíku meginmáli mætti með engu móti skjóta til einstaklinga, svo sem feðra, sem einatt væru ófærir til að axla þessar byrðar ellegar of ábyrgðarlausir til að standa við skyldur sínar, þótt staðfest- ar væru með lögum. Þá var henni mjög i mun að losa ástarsamband karls og konu undan oki fjárhagslegra kvaða og þving' ana. Hún lagði til, að komið yrði á fót trygg' ingarsjóði með skattlagningu, stighækk- andi eftir tekjum, til að standa undir 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.