Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 29

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 29
þegar einn ráðherra hélt sífellt að annar væri að stela af sér sviðinu og hófst kapp- ritun á bréfum: Þegar útlit var fyrir að forsætisráðherra leysti málið skarst fjár- málaráðherra í leikinn, og þegar mennta- málaráðherra sá að hætta var á að fjár- málaráðherra leysti málið gaf hún út til- kynningu um lausnarbréf handa öllum uppsagnarmönnum og skvetti þannig olíu á eld sem var að kulna. Verður sú saga væntanlega rakin vandlega á öðrum vett- vangi. Þá verður og vonandi hugað að hlut kjaradóms í þessu máli. Oft var kennur- um núið því um nasir í marsmánuði að útivist þeirra þjónaði engum tilgangi þar sem málinu hefði verið vísað til kjara- dóms. Þessu mótmæltu ýmsir kennarar harðlega. í fyrsta lagi hafa málsaðilar jafnan heimild til að taka mál aftur úr Kiaradómi, þótt því hafi verið vísað þangað. í öðru lagi hafa kennarar um langt árabil mjög slæma reynslu af því að kjaradómur reki eingöngu erindi ríkis- valdsins og dansi eftir pípu ríkisstjórna. Nú voru að vísu einhverjir sem gerðu sér gyllivonir þar sem kjaradómur hafði dæmt alþingismönnum 37% kauphækkun snemma ársins 1985. Töldu þeir að þar með heföi dómurinn gefið sjálfum sér lordæmi sem ekki yrði framhjá gengið. Nú, þegar þetta er ritað, er Ijóst að svo var ekki. Kjaradómur sýndi enn einu sinni aö hann er ekki dómur hinna föstu starfsreglna eða prinsípa. Þrátt fyrir hækkunina til alþingismanna úrskurðaði hann menntamönnum í þjónustu ríkisins smánarhækkun, sem nú virðist líklegust til að hrekja allt dugandi fólk úr þeim störfum. Með þessum úrskurði hefur kjaradómur reyndar líka sannað að þeir kennarar fóru með rétt mál sem ekkert traust settu á sanngirni dómenda. Árangur og lærdómar Það var með mjög greinilegum bitur- leik sem kennarar slíðruðu vopn sín og hófu störf á nýjan leik mánudaginn 25. mars. Flestir litu þeir svo á að þeir hefðu raunar beðið ósigur gegn harðskeyttu ríkisvaldi. Hins vegar voru þeir reynslu ríkari, og sá virðist árangur vinnudeilunn- ar mestur. I fyrsta lagi hafði sannast áþreifanlega að fögur orð ríkisstjórnarinnar (eða sumra ráðherra hennar) um mikilvægi kennarastarfsins voru markleysa ein. Enginn ráðherra hafði séð ástæðu til að leggja sig til nokkurra muna í líma við að leysa deiluna. Ásakanir menntamálaráð- herra um fólskulegar árásir kennara á nemendur tóku að vísu fæstir mjög hátíö- lega, þótti þær fremur kjánalegar en al- varlegar, einkum með hliðsjón af því hvernig skólarnir voru stöðvaðir á haust- önninni 1984. Hins vegar gátu menn ekki heldur tekið alvarlega yfirlýsingar sama ráðherra um nauðsyn á endurmati á kennarastarfinu þegar í Ijós kom að í þeim yfirlýsingum var ekkert hald. I öðru lagi hafði kennurum orðið Ijóst að þeir nutu miklu meiri samúðar utan skólanna en þeir höfðu gert sér grein fyrir. Best fundu þeir það sem um eina helgi söfnuðu þúsundum undirskrifta undir áskorun til ríkisstjórnarinnar þar sem þess var krafist að þegar í stað yrði samið við kennara. Jafnvel formaður santninganefndar ríkisins undirritaði þá áskorun. Hins vegar þótti mörgum kenn- aranum líka merkilegt að þrír af helstu verkalýðsleiðtogum þjóðarinnar, forseti Alþýðusambands íslands, formaður Verka- mannasambandsins og formaður BSRB skyldu allir neita að undirrita sambæri- lega áskorun. Má mikið vera ef það hefur ekki verið fróðlegasta afhjúpun sem varð 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.