Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 15

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 15
kjarnorkusprengingar, myndu eiga þátt í að eyða að talsverðu leyti ósonlagi gufu- hvolfsins. Þannig er talið, að 5000 mega- tonna stríð mundi skerða ósonið um 30%. Þessa mundi lítið gæta meðan mökkurinn liggur yfir jörðinni, en þegar honum létti kæmi þetta fram í því að mun meiri útfjólublá geislun bærist til jarðar- yfirborðs en áður, því að það er ósonið, sem verndar lífverur fyrir skaðlegum áhrifum hennar. Geislavirkt úrfelli Nýjustu rannsóknir sýna, að það er ekki aðeins í grennd við kjarnorkuspreng- •ngar sem hættuleg geislavirkni verður. Smærri sprengjur, minni en 0,5 mega- tonn, bera mikið af geislavirkum efnum tiltölulega lágt upp í loftið með reyk og ryki. Þessi efni dreifast um alla jörð á fáum vikum, en af því að þau eru í veðra- hvolfinu, þar sem úrkoma skolar þeim niður fljótlega áður en geislavirknin hefur minnkað að ráði, geta þau valdið miklum skaða. Þau eru ekki banvæn í sjálfu sér, en geta þó ráðið úrslitum um líf eða dauða þeirra, sem áður hafa orðið fyrir tímabundinni geislun, auk þess sem þetta úrfelli getur dregið úr ónæmi fólks fyrir sjúkdómum og valdið krabbameini. Hvað um ísland? Jafnvel þó að svo ólíklega færi að kjarnorkusprengjum yrði ekki varpað á ísland, yrði það jafn óvarið og önnur lönd fyrir helkulda kjarnorkustríðsins. Breskir vísindamenn telja, að á Bretlandseyjum gæti kæling orðið um það bil helmingur þess sem vænta mætti á meginlöndum. Þetta ætti við meðaltalið, en sennilega yrði þar eins mikil kæling og á meginland- inu hvenær sem vindur stæði þaðan. Hér á landi gegnir hafísinn svipuðu hlutverki og meginlandið fyrir Bretland. En að því leyti yrði ástandið verra hér, að ísinn gæti aukist gífurlega vegna frostanna. Síðustu 140 ár hefur sýnt sig, að til lengdar hefur það lengt ístímann við landið um einn mánuð á ári, þegar loftslag hefur kólnað um 0,3°C. Jafnvel þótt skyndileg kólnun væri tiltölulega áhrifaminni, er nærri víst, að 10-20 stigum kaldari vetur en áður hefur þekkst mundi umkringja landið með hafís, svo að mánuðum skipti. Af því yrðu þau keðjuáhrif, að kælingin yrði 'enn meiri en ella. Á mörkum íssins og hlýrra hafs suður undan halda margir að gæti orðið mikil óstilling í veðurfari og úrkomusamt. Snjóþyngsli að sumri til væru því harla líkleg. Þessum hörkum mundi fylgja alger grasbrestur og skepnu- fellir. Orkuver mundu stöðvast. Fiskveið- ar yrðu útilokaðar vegna ísa og olíuleysis og aðdrættir allir frá útlöndum mundu stöðvast, þó að svo ólíklega vildi til að þar yrði einhver aflögufær. Afleiðingar I ritgerðinni, sem hér hefur verið getið, er ályktunin sú, að til viðbótar við þann miljarð manna, sem kynni að farast strax í kjarnorkustyrjöld, gætu áhrifin til langs tíma orðið þau, að enginn maður lifði af á norðurhveli. Auk þess bentu þeir á að í þeim dæmum, sem hér hafa verið nefnd um sprengjumagn, sé alls ekki reiknað með því sem verst gæti orðið. Sælastir yrðu þeir sem fengju að deyja strax. Hinir yrðu að horfast í augu við helkulda, niða- myrkur, geislavirkni og gífurlegt meng- unarkóf. Þar sem sprengjur hefðu fallið yrði allt í rúst, heilbrigðisþjónusta, öflun fæðu, vatns og orku, en samgöngur yrðu engar. Ofan á allt kæmu sálarkvalirnar innan um líkin og særða fólkið, sem eng- 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.