Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 44

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 44
Árið 1919 var hún scnd til Úkraínu, sem reyndur baráttumaður og verkalýðsleiðtogi, en þar var þá gagnbylting í fullum gangi. Árið 1920 tók Kollontay við forystu í Genotdel, kvennafylkingunni innan flokksins og gegndi því starfi til ársins 1922. Það sama ár kom hún til starfa í utanríkisþjónust- unni, fyrst í Noregi og síðar í Mexico um stutt skeið. Hún var sendiherra í Svíþjóð frá árinu 1930- 45, er hún lét af embætti og fluttist til Moskvu. Þar starfaði hún síðar sem ráðgefandi við utanríkisráðu- neytið og stundaði einnig ritstörf. Alexandra Kollontay lést í Moskvu árið 1952. VIÐBÆTIR FRÁ RITSTJÓRA: Mikið orð fór af ræðusnilld Alexöndru Kollontay, en hún kom víða fram á fundum sósíalista bæði í Evrópu og Ameríku á fyrstu áratugm aldarinnar. Ólafur Friðriksson heyrði hana flytja ræðu á al- þjóðaþingi II. Internationale í Kaupmannahöfn árið 1910 og lýsir því í grein, sem einnig er prentuð í „Rétti“ árið 1977. Maiski, síðar sendiherra Sovét- ríkjanna í Lundúnum, lætur sömu hrifingu í ljós. (Sjá „Rétt“ 1977, bls. 40 og 44). Ræður Alexöndru Kollontay þóttu einkennast af eldmóði og sannfæringarkrafti, en framsetning hennar var skýr og einföld. Sjálf var hún látlaus og hæversk í allri framgöngu og nærfærin í samskiptum við fólk. Alexandra Kollontay var með í göngunni miklu „blóðsunnudaginn" 9. janúar árið 1905 í St. Pétursborg. Hún slapp heil á húfi frá skothríðinni, sem þá varð, er hermenn keisarans réðust á varnar- lausan múginn, og síðar ritaði hún frásögn af ógnum þessa dags, sem markaði djúp spor í sögu Rússlands. Alexandra Kollontay var víðförul og dvaldist langdvölum í ýmsum Evrópulöndum. Hún kynntist persónulega og átti samstarf við flesta af forystu- mönnum II. Internationale. Milli hennar og Klöru Zetkin ríkti einlæg vinátta meðan báðar lifðu. Alexandra Kollontay var stödd í Berlín og var áheyrandi á þingpöllunum þann 4. ágúst 1914, þegar þýski sósíaldemókrataflokkurinn sveik ákvarðanir II. Internationale um andstöðu gegn styrjöld auð- valdsins, en þær samþykktir voru frá þinginu í Basel árið 1912 (sjá „Rétt“ 1972, bls. 239-246). Henni voru þessar málalyktir þungt áfall, sem hún hefur lýst eftirminnilega. Hún átti fundi með Karli Lieb- knecht um áframhald baráttunnar gegn stríðinu. Þýska lögreglan tók hana fasta og vísaði henni úr landi. Kom hún þá til Stokkhólms í september sama ár. Hún hafði í samráði við Lenin einmitt flutt ræðu á Basel þinginu til að styðja ákvörðunina um baráttu gegn auðvaldsstyrjöldinni. Á árunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri var Alex- andra Kollontay ein af nánustu samstarfsmönnum Lenins, og kom hún oftlega fram sem fulltrúi hans á fundum og ráðstefnum. E.O. 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.