Réttur - 01.04.1985, Page 44
Árið 1919 var hún scnd til Úkraínu, sem reyndur
baráttumaður og verkalýðsleiðtogi, en þar var þá
gagnbylting í fullum gangi.
Árið 1920 tók Kollontay við forystu í Genotdel,
kvennafylkingunni innan flokksins og gegndi því
starfi til ársins 1922.
Það sama ár kom hún til starfa í utanríkisþjónust-
unni, fyrst í Noregi og síðar í Mexico um stutt
skeið. Hún var sendiherra í Svíþjóð frá árinu 1930-
45, er hún lét af embætti og fluttist til Moskvu. Þar
starfaði hún síðar sem ráðgefandi við utanríkisráðu-
neytið og stundaði einnig ritstörf.
Alexandra Kollontay lést í Moskvu árið 1952.
VIÐBÆTIR FRÁ RITSTJÓRA:
Mikið orð fór af ræðusnilld Alexöndru Kollontay,
en hún kom víða fram á fundum sósíalista bæði í
Evrópu og Ameríku á fyrstu áratugm aldarinnar.
Ólafur Friðriksson heyrði hana flytja ræðu á al-
þjóðaþingi II. Internationale í Kaupmannahöfn árið
1910 og lýsir því í grein, sem einnig er prentuð í
„Rétti“ árið 1977. Maiski, síðar sendiherra Sovét-
ríkjanna í Lundúnum, lætur sömu hrifingu í ljós.
(Sjá „Rétt“ 1977, bls. 40 og 44).
Ræður Alexöndru Kollontay þóttu einkennast af
eldmóði og sannfæringarkrafti, en framsetning
hennar var skýr og einföld. Sjálf var hún látlaus og
hæversk í allri framgöngu og nærfærin í samskiptum
við fólk. Alexandra Kollontay var með í göngunni
miklu „blóðsunnudaginn" 9. janúar árið 1905 í St.
Pétursborg. Hún slapp heil á húfi frá skothríðinni,
sem þá varð, er hermenn keisarans réðust á varnar-
lausan múginn, og síðar ritaði hún frásögn af ógnum
þessa dags, sem markaði djúp spor í sögu Rússlands.
Alexandra Kollontay var víðförul og dvaldist
langdvölum í ýmsum Evrópulöndum. Hún kynntist
persónulega og átti samstarf við flesta af forystu-
mönnum II. Internationale. Milli hennar og Klöru
Zetkin ríkti einlæg vinátta meðan báðar lifðu.
Alexandra Kollontay var stödd í Berlín og var
áheyrandi á þingpöllunum þann 4. ágúst 1914, þegar
þýski sósíaldemókrataflokkurinn sveik ákvarðanir
II. Internationale um andstöðu gegn styrjöld auð-
valdsins, en þær samþykktir voru frá þinginu í Basel
árið 1912 (sjá „Rétt“ 1972, bls. 239-246). Henni
voru þessar málalyktir þungt áfall, sem hún hefur
lýst eftirminnilega. Hún átti fundi með Karli Lieb-
knecht um áframhald baráttunnar gegn stríðinu.
Þýska lögreglan tók hana fasta og vísaði henni úr
landi. Kom hún þá til Stokkhólms í september sama
ár. Hún hafði í samráði við Lenin einmitt flutt ræðu
á Basel þinginu til að styðja ákvörðunina um baráttu
gegn auðvaldsstyrjöldinni.
Á árunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri var Alex-
andra Kollontay ein af nánustu samstarfsmönnum
Lenins, og kom hún oftlega fram sem fulltrúi hans á
fundum og ráðstefnum.
E.O.
108