Réttur


Réttur - 01.04.1985, Page 45

Réttur - 01.04.1985, Page 45
Fjórði hluti greinaflokks um Mið-Ameríku: „Byltingu eða dauða“ Tímabilið frá byltingunni á Kúbu fram á 8 „Harmleikur sá, sem nú á sér stað í Nicaragúa, sannar hversu gjörsam- lega misheppnuð sú stefna er, sem Bandaríkin hafa rekið, í þessu hern- aðarlega mikilvæga grannríki, sem vér höfum ráðskast með í fulla öld. Ovíða höfum vér haft þvflík ítök og í Nicaragúa. Þessi ítök, sem að hluta eiga rætur sínar að rekja til tveggja bandarískra innrása (íhlutana), hafa haft margvísleg áhrif. Allt frá því að gera „baseball“ að þjóðaríþrótt Nic- aragúamanna til þess að þaðan hafa fleiri hlotið hernaðarþjálfun við her- skóla vora en frá nokkru öðru landi í rómönsku Ameríku. Sómóza herfor- ingi nam við bandaríska hernaðarhá- skólann, bróðir hans, fyrrverandi forseti landsins, hlaut menntun sína við Louisianaháskólann og eiginkona hans er meira að segja bandarískur ríkisborgari.“ (Úr skýrslu um yfirheyrslu nefndar um málefni Mið- Ameríku í júní 1979.) . áratuginn. Allar ríkisstjórnir, sem setið hafa við völd í Bandaríkjunum eftir síðari heims- styrjöld, hafa rekið þá stefnu gagnvart Mið-Ameriku að hún sé pólitískt undir hælnum á Bandaríkjunum og að fjárfest- ing í lýðveldunum þar sé traust og ábata- söm. Þessari stefnu hefur aftur á móti verið framfylgt undir mismunandi yfirskini og með ýmsum blæbrigðum. Á öndverðum 7. áratugnum talaði John F. Kennedy, Bandaríkjaforseti, t.d. um mannúð og mannréttindi (félagslega samvisku) og lýsti æ ofan í æ hátíðlega yfir mikilvægi félagslegra framfara, efna- hagslegrar jöfnunar og aukinna mann- réttinda (aukins réttlætis) fyrir alþýðu þessara landa. Á ofanverðum 8. áratugnum talaði Carter, Bandaríkjaforseti, einnig mikið um mannréttindi og gerði það opinber- lega að skilyrði fyrir áframhaldandi bandarískri aðstoð að þau væru í heiðri höfð. Auðvitað er mikilvægt að gera sér grein fyrir þessum mismun. Til dæmis eru þess- ar yfirlýsingar gjörólíkar opinskárri stríðsæsingastefnu Reagans, Bandaríkja- 109

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.